Millinafnið Vídó samþykkt af mannanafnanefnd

24.Nóvember'16 | 21:35

Mannanafnanefnd hefur fallist á beiðni Kjartans Ólafssonar um að taka upp millinafnið Vídó. Það á uppruna sinn hér í Vestmannaeyjum en kona, börn og barnabörn Sigurgeirs Ólafssonar, sem var forseti bæjarstjórnar í tvö ár og formaður Þórs, hafa notað Vídó-nafnið sem millinafn.

Á vefnum Heimaslóð kemur fram að Sigurgeir sjálfur hafi aldrei verið kallaður annað en Vídó. „Margir hafa haldið að þetta viðurnefni tengist knattspyrnu en Siggi var lengi vel markvörður hjá Íþróttafélaginu Þór. Sú er þó ekki raunin, viðurnefnið er dregið af æskuheimili hans, Víðivöllum. Hann var kallaður Siggi Víðó sem umbreyttist síðan í Siggi Vídó.“

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.