Herjólfur breytir áætlun í dag

24.Nóvember'16 | 11:45

Spáð er versnandi veðri og hækkandi öldu síðar í dag. Því hefur verið ákveðið að stefna að brottför úr Vestmannaeyjum klukkan 15:30 til Landeyjahafnar og aftur frá Landeyjahöfn klukkan 17:10, segir í tilkynningu frá Herjólfi.

Þá segir að farþegar sem áttu bókað til/frá Landeyjahöfn 18:45/19:45 hafa verið færðir í ferðir til/frá Landeyjahöfn 15:30/17:10. Aðrar bókanir færast ekki. Farþegar sem eiga bókað í aðrar ferðir verða að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481-2800 og láta færa sig í aðrar lausar ferðir.

Hins vegar ef ófært verður til Landeyjahafnar á þessum tíma verður siglt til Þorlákshafnar 15:30 og frá Þorlákshöfn 19:15.

Veruleg óvissa er með frekari siglingar í Landeyjahöfn í kvöld.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum. Ef gera þarf frekari breytingar á áætlun verður send út tilkynning.

Við viljum benda farþegum á að skilja ekki bifreiðar eftir í Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn þar sem brugðið getur til beggja vona og fólk lent í vandræðum vegna þessa.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.