Lóa Baldvinsdóttir skrifar:

Það er þessi sérstaki tími

23.Nóvember'16 | 19:25

Eins og áður hefur komið fram þá eeeeeelska ég aðventuna, jólin og allt sem þeim fylgir. Elska lyktina af mandarínum, elska jólaljós, elska feitar jólasveinastyttur, elska jólalög, elska smákökur, elska ávaxtafyllta lambalærið sem mamma og pabbi elda á aðfangadag, elska pakkana sem ég fæ (já ég veit maður á ekki að segja svona en ég elska þá samt), elska að vera í fríi, elska að sofa lengi, elska að eyða tíma með fólkinu mínu og ég elska allt hitt sem fylgir þessum dásamlega tíma sem er loksins að renna upp.

 

Æskujólin eru falleg í minningunni og sveipuð dýrðarljóma sem rennur mér seint úr minni. Jólin á Heiðó voru og eru einstök og tilfinningin sem yfir mig kemur þegar ég sit í stofunni á Heiðó á Aðfangadagskvöld er engri annarri lík, og já ég er enn hjá mömmu og pabba á jólunum þó ég sé löngu orðin fullorðin-Ég neita að fullorðnast hvað þetta varðar og því breytir enginn. Það er bara eitthvað svo fallegt og yndislegt að vera á æskuheimilinu mínu með rólegan pabba minn á kantinum og sjúklega glaða mömmu mína mér við hlið. Arnar bróðir á sinn stað í mínum jólum því hann er sko litli bróðir minn og ég elska að fá að eyða jólunum með honum. Sumir segja eflaust að ég  ætti að halda mín eigin jól og búa til mínar eigin hefðir af því ég er svo mikið fullorðinn. En nákvæmlega þetta er hefðin mín, að halda jól á Heiðó. Áramótin eru svo önnur dásamlega hátíðin þegar Erla mín og gengið hennar kemur til okkar og saman höldum við hávær og gleðileg áramót með fullt hús af börnum og geltandi Depil Mána sem er að missa kúlið af hræðslu við flugeldana-Myndi aldrei vilja hafa þetta neitt öðruvísi.

En þá kemur að því að stundum eru hlutirnir öðruvísi og núna sé ég fram á að jólin mín verði allt öðruvísi en þau hafa nokkurn tíman verið. Ég er því einstaklega þakklát  fyrir jólahefðina mína þetta árið, að halda jól á Heiðó. Stelpuskotturnar mínar verða í fyrsta skipti fjarri mér á jólum (Alveg róleg á dramanu samt). Ég er svo ótrúlega heppin að hafa fengið að halda jól með stelpunum mínum frá því þær fæddust fyrir 18 og 13 árum síðan (ég veit, ég veit, ég lít ekki út fyrir að geta átt svona gömul börn). Þessar elskur ætla að skella sér til útlanda með pabba sínum, fósturmömmu og bræðrum og mamman er nokkrum sinnum búin að fá kvíðakast yfir breytingunum og því að dásemdirnar mínar verði ekki hjá mér á jólunum. En af því að ég er fullorðinn (allavega segir aldursfjöldinn minn það) og þroskuð stelpukona þá ákvað ég að hugsa þetta rökrétt og fá þægilega og jákvæða sýn á þetta. Ég ætla ekki að segja að það hafi gengið einn, tveir og þrír. Ég vissi í janúar að þetta stæði til og ég náði lendingu í fyrradag...... Lendingin mín er sú að ég samgleðst stelpunum mínum svo heitt og innilega að vera að fara til útlanda með fjölskyldunni sinni og fá að upplifa stemmningu og hluti sem þær fá kannski ekki tækifæri til aftur. Ég samgleðst þeim að fá að eyða jólunum með Pabbafjölskyldunni sinni og fylgjast með litlu yndislegu bræðum sínum upplifa jólin. Ég samgleðst mér líka innilega að fá að prófa ný og öðruvísi jól, alltaf gaman að gera eitthvað nýtt segja gárungarnir.

Ég ákvað sem sagt að taka ,,samgleðjast“ fílinginn á þessar  tímabundu breyttu aðstæður í mínu lífi, hef gert það áður og það hefur reynst vel. Við mæðgurnar Brekkan höldum svo okkar Litlu-jól þegar þær koma úr sólskininu og maður minn það verða sko jól í lagi.

Ég vona að þið njótið aðventunnar og jólanna elsku fólkið mitt og munið að þetta er ekki gleðilegur tími fyrir alla og margir sem kvíða þessum árstíma. Þjöppum okkur saman, gefum til þeirra sem minna mega sín og gerum okkar besta til að sem flestir geti haldið gleðileg jól.

Ást, hamingja og gleðileg jól til ykkar.

Lóa smiley

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).