Elliði Vignisson ræðir stöðu mála í sjósamgöngum

Landeyjahöfn í mjög góðu ástandi

Vonar að þetta sé til marks um að betri tök séu að nást á þeim hluta sem snúið hefur að dýpkunarmálum og dýpisvanda þannig að þegar nýtt skip kemur þá verði hægt að tryggja nægt dýpi fyrir það allt árið

23.Nóvember'16 | 16:42

„Eins og sést á þessum mælingum, þá er höfnin sjálf í mjög góðu ástandi og óhætt að segja að hún hafi sjaldan litið svona vel út, sérstaklega við desember byrjun." segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í samtali við Eyjar.net en dýpið í og við Landeyjahöfn var mælt í gær.  

„Auðvitað erum við að vona að þetta sé til marks um að betri tök séu að nást á þeim hluta sem snúið hefur að dýpkunarmálum og dýpisvanda þannig að þegar nýtt skip kemur þá verði hægt að tryggja nægt dýpi fyrir það allt árið" segir bæjarstjóri ennfremur.

Rannsóknir í tilraunatanki gáfu góð fyrirheit

„Við þetta bætist að rannsóknir í tilraunatanki Siglingstofnunar gáfu góð fyrirheit um að hægt verði að gera breytingar á innsta garðinum og tryggja þannig aukið rými fyrir ferjuna og draga úr óróa innan hafnar og fjölga þar með siglingadögum og auka öryggi." segir Elliði.

Samið við Suðurverk um að koma upp stálþiljum til að hefta fok á þessu svæði

„Við höfum einnig hvatt mjög eindregið til þess að settar verði upp sandgildrur í landi þannig að minna skafi í pyttinn næst viðlegukanntinum en foksandur var þar mikil í fyrra. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið þá hefur þegar verið samið við Dofra og hans menn hjá Suðurverk að fara í að koma upp stálþiljum til að hefta fok á þessu svæði."

Enn á eftir að finna lausnir á þeim þætti sem snýr að erfiðri aðkomu að höfninni

Þá segir bæjarstjóri að eftir standi þá fyrst og fremst það sem snýr að skipinu og ljóst að verulegar takmarkanir verða á siglingum í Landeyjahöfn þar til að fengið verður skip sem ræður við meiri ölduhæð en 2,5.

„Þá er einnig ljóst að endanlegt markmið næst ekki fyrr en búið verður að finna lausnir á þeim þætti sem snýr að erfiðri aðkomu að höfninni og mikilvægt að sem fyrst verði farið í alvöru rannsóknir og útreikninga hvað það varðar.

Mestu skiptir fyrir okkur að finna að þetta mikilvæga mál sé ekki stopp heldur sé verið að leita að lausnum bæði til skemmri og lengri tíma.  Við gleðjumst því núna yfir hverjum þeim áfanga árangri sem næst og viljum nota hann til að hvetja þá sem ábyrgð bera til að stíga enn fastar fram og tryggja okkur Eyjamönnum þær samgöngur sem við þurfum." segir Elliði Vignisson.

 

Hér má sjá stærri mynd af mælingum gærdagsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.