Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka fyrir 2016 komin út

Samdráttur í ár en vöxtur næstu árin

22.Nóvember'16 | 14:37

Aflaverðmæti ársins 2015 námu rúmum 151 mö. kr. sem er 9,2% aukning frá árinu 2014 miðað við fast verðlag. Þetta kemur fram í sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka sem kom út í dag. Þorskur var verðmætasta útflutningstegundin á árinu 2015 líkt og síðastliðin sex ár.

Í skýrslunni kemur fram að Ísland er þriðja stærsta fiskveiðiþjóð í Evrópu með rúmlega eina milljón tonn í lönduðum afla. 87% af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða á árinu fóru til 15 helstu viðskiptaþjóða Íslands á sviði sjávarafurða.

Þá kemur fram að aukin samþjöppun í greininni feli í sér aukna skuldsetningu en á sama tíma stuðli hún að meiri hagkvæmni í rekstri, aukinni framleiðni og bættri arðsemi félaganna. Þá eru stærri félög, sem hafa aflaheimildir í fleiri tegundum fiskistofna, betur í stakk búin að takast á við rekstrarsveiflur.

Sjávarútvegsskýrslan var kynnt í dag í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Runólfur Geir Benediktsson, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Íslandsbanka fór yfir helstu atriði sem fram komu í skýrslunni. Í umræðum tóku þátt þeir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins. Þórdís Úlfarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum stjórnaði umræðum og sá um fundarstjórn.

Skýrsluna má nálgast á vef Íslandsbanka: www.islandsbanki.is.

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).