Malbikað víða um Vestmannaeyjabæ í dag

Bæjarbúar eru beðnir velvirðingar á umferðatruflunum sem þessar framkvæmdir valda

21.Nóvember'16 | 11:02

Bætt var við aukaferð með Herjólfi í dag vegna malbiksflutninga til Eyja. Eyjar.net ræddi við Guðmund Þ. B. Ólafsson, rekstrarstjóra Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja um gatnaframkvæmdirnar sem nú standa yfir.

„Já, nú er lokaspretturinn hafinn við malbikun þetta árið og varð það mögulegt vegna siglinga í Landeyjahöfn. Að öðrum kosti hefðum við verið með þessi svæði opin  í allan vetur sem hefði ekki verið ákjósanlegt." segir Guðmundur.

Hann segir að þau svæði sem malbikuð verði nú séu FES brekkan, skurðir í Strandvegi, botnlangi í Kleifahrauni, stækkun á bílastæði Haunbúðir/Kirkjugerði, vegur við Golfskála, við Ísfélag/Steypustöð o.fl. smærri svæði, svo eitthvað sé nefnt.

Bæjarbúar eru beðnir velvirðingar á umferðatruflunum sem þessar framkvæmdir valda sem og eru vegfarendur beðnir um að sýna þessu skilning og taka tillit til þeirra sem sjá um framvæmdina, en fyrirtækið Hlaðbær Colas sér um verkið.

 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is