Malbikað víða um Vestmannaeyjabæ í dag

Bæjarbúar eru beðnir velvirðingar á umferðatruflunum sem þessar framkvæmdir valda

21.Nóvember'16 | 11:02

Bætt var við aukaferð með Herjólfi í dag vegna malbiksflutninga til Eyja. Eyjar.net ræddi við Guðmund Þ. B. Ólafsson, rekstrarstjóra Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja um gatnaframkvæmdirnar sem nú standa yfir.

„Já, nú er lokaspretturinn hafinn við malbikun þetta árið og varð það mögulegt vegna siglinga í Landeyjahöfn. Að öðrum kosti hefðum við verið með þessi svæði opin  í allan vetur sem hefði ekki verið ákjósanlegt." segir Guðmundur.

Hann segir að þau svæði sem malbikuð verði nú séu FES brekkan, skurðir í Strandvegi, botnlangi í Kleifahrauni, stækkun á bílastæði Haunbúðir/Kirkjugerði, vegur við Golfskála, við Ísfélag/Steypustöð o.fl. smærri svæði, svo eitthvað sé nefnt.

Bæjarbúar eru beðnir velvirðingar á umferðatruflunum sem þessar framkvæmdir valda sem og eru vegfarendur beðnir um að sýna þessu skilning og taka tillit til þeirra sem sjá um framvæmdina, en fyrirtækið Hlaðbær Colas sér um verkið.

 

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.