Meistaradeildin:

Krafta­verkakýrnar á Nýja-Sjálandi

15.Nóvember'16 | 14:02

Tek­ist hef­ur að bjarga tveim­ur kúm og ein­um kálfi sem voru í sjálf­heldu á drang sem myndaðist eft­ir mik­il skriðuföll í kjöl­far jarðskjálft­ans á Nýja-Sjálandi.

Í gær var birt mynd­skeið af strandaglóp­un­um þrem­ur í fjöl­miðlum um all­an heim. Mynd­skeiðið var tekið úr þyrlu björg­un­ar­manna sem voru að meta skemmd­ir eft­ir skjálft­ana í land­inu. Fjöl­marg­ir skoruðu í kjöl­farið á björg­un­art­eym­in að reyna að bjarga kún­um sem voru mjög um­komu­laus­ar á drangn­um. 

Þær gleðifrétt­ir hafa nú borist að bónd­inn sem átti kýrn­ar hafi sjálf­ur komið þeim til bjarg­ar. Vopnaður skóflu fór hann að drangn­um, við erfiðar og hættu­leg­ar aðstæður, og gróf þær út úr sjálf­held­unni. Haft er eft­ir bónd­an­um í frétt Guar­di­an að kýrn­ar hafi verið hluti af fjór­tán dýra hjörð sem hafi verið inni í gerði á svæðinu er skjálft­inn reið yfir. Í kjöl­far hans urðu mik­il skriðuföll á svæðinu. Hluti af land­ar­eign bónd­ans færðist um þrjá metra úr stað. 

Önnur dýr bónd­ans voru ekki jafn hepp­in og kýrn­ar þrjár. Hann seg­ir að öll fjalls­hlíðin hafi runnið af stað í skjálft­an­um stóra um helg­ina. Hann seg­ist ekki enn vita hversu mörg dýr hafi drep­ist. En kýrn­ar þrjár eru komn­ar á ör­ugg­an stað. 

 

Mbl.is

Fréttaskot - Eyjar.net

9.Apríl'16

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

20.Apríl'17

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Ert þú í fasteignahugleiðingum?

30.Janúar'16

Hefur þú skoðað nýjustu fasteignirnar frá Heimaey - Heimaey.net. Fasteignasala - Vestmannaeyjum. (smeltu hér).

Hefur þú hugmynd?

20.Apríl'17

Lumar þú á hugmynd fyrir Eyjar.net? Til að gera vefsíðuna betri. Endilega sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net!