Dagur íslenskrar tungu í Safnahúsinu

á morgun

15.Nóvember'16 | 07:44
DrRagnarIngi-2001

Ragnar Ingi Aðalsteinsson

Í samstarfi Safnahúss og Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður á morgun, miðvikudag kl. 17:15, á Degi íslenskrar tungu, haldin kynning í Einarsstofu í Safnahúsi á tímariti sem ber heitið Stuðlaberg og er helgað hefðbundinni ljóðlist. Ritstjóri, útgefandi og ábyrgðarmaður er Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Stuðlaberg kom fyrst út árið 2012 og hefur eftir það komið út tvisvar á ári, haust og vor. Í ritinu er fjallað um allt sem lýtur að bragfræði. Þar birtist jafnan mikið af vel gerðum og skemmtilegum vísum auk þess sem fjallað er um höfunda og oft er rakin sagan sem liggur að baki vísunni. Birtar eru greinar um bragfræðileg efni. Þær eru stuttar og reynt að gera efnið ekki flókið enda kemur fram í ritinu að ritstjóri telur bragfræði minna á sterkt kaffi; það er gott í smáum skömmtum en ekki æskilegt að drekka mikið af því í einu.

Ragnar Ingi mun kynna ritið og lesa valda kafla af efni þess undanfarin ár. Kynningin  verður á léttu nótunum. Lesið verður upp úr ritinu og auk þess mun Ragnar Ingi, sem er vel heima í vísnagerð og hefur kynnt sér þann geira menningarinnar nokkuð vel, flytja ýmislegt skemmtiefni tengt vísnagerð og kveðskap almennt.

Dagur íslenskrar tungu skipar auk þess sérstakan sess í hugum Vestmannaeyinga þar sem hann er fæðingardagur Oddgeirs Kristjánssonar. Af þeim sökum mun Jarl Sigurgeirsson mæta á dagskrána og flytja og kynna nokkur valin Eyjalög Oddgeirs.

Að lokum gefst öllum skúffuskáldum í Vestmannaeyjum tækifæri til að kynna efni sitt með stuttri en snarpri innkomu.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Að svífa heiðin há

Í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar vann Ragnar Ingi Aðalsteinsson eitt sumar sem handlangari hjá múrurum á Egilsstöðum. Einn af múrurunum var fyrrnefndur Kormákur Erlendsson. Einn daginn gerðist það að Ragnar Ingi stakk af úr vinnunni, endaði úti á flugvelli og fór í flugferð með vini sínum sem var flugmaður á staðnum. Hringsóluðu þeir á flugvélinni um stund yfir vinnustaðnum þar sem múrararnir puðuðu handlangaralausir í múrverkinu. Þegar vélin hafði lent farsællega og Ragnar Ingi mætti á ný í vinnuna gaf hann þá skýringu að hann hefði viljað sjá hvernig múrarar litu út úr lofti. Múrarar höfðu lítinn húmor fyrir þessari athugasemd, nema Kormákur, sem hafði þá ort vísu um handlangarann og þetta undarlega frávik hans frá eðlilegum störfum. Það sem hann kallar í vísunni fífusund vísar til stúlku sem vann í sjoppu í grenndinni og verður ekki skýrt nánar. En vísan er svona:

Ragnar svífur heiðin há
hærra klífa mundi
ef ei lífið lægi á
að lenda í fífusundi.

 

Ragnar Ingi gerði hlé á steypuhræringunni og hafði innan stundar ort til baka:

Kormáks stundum léttist lund
við leynifund með konum.
Fer um hrunda fífusund
fákur undir honum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).