Atlantsflug:

Uppbygging á flugvellinum í Vestmannaeyjum

Bjóða peyjum og pæjum sérstakt vetrartilboð með afsláttarkóðanum „ HEIMAEY“

14.Nóvember'16 | 19:14

Atlantsflug hefur síðastliðnar vikur verið að lagfæra og byggja upp aðstöðu sína á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Fyrr á þessu ári ákvað flugfélagið að halda úti þjónustu á Bakkaflugvelli og í Vestmannaeyjum allt árið um kring og munu þessar framkvæmdir vera tilkomnar vegna þessa. 

„Við þurftum að ráðast í framkvæmdir í flugskýlinu okkar í Vestmannaeyjum til þess að geta haldið úti þjónustu yfir vetrartíman. Við höfum fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum bæði frá ferðaskrifstofum og frá heimamönnum.“ segir Jón Grétar eigandi Atlantsflugs.

Félagið stefnir að því að fá flugskýlið í Vestmannaeyjum vottað sem eitt af að viðurkenndum viðhaldsstöðum fyrirtækisins. Með því verður hægt að sinna viðhaldi á atvinnuflugvélum.

Jón Grétar segir þetta vera lið í uppbyggingu félagsins á Suðurlandi, en nýverið fékk félagið samþykki skipulagsstofnunar á nýju deiliskipulagi á flugvelli sínum í Skaftafelli. Þar mun rísa flugskýli og þjónustumiðstöð fyrir svæðið.

Atlantsflug hefur verið starfandi síðan 2004 og er með starfsemi á 4 stöðum á Suðurlandi: Reykjavík, Vestmannaeyjum, Bakkaflugvelli og í Skaftafelli.

Hægt er að bóka flug á www.flightseeing.is eða hringja í síma 854-4105.

Atlantsflug vill bjóða peyjum og pæjum sérstakt vetrartilboð með afsláttarkóðanum „ HEIMAEY“

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.