Eyjar.net ræðir samgöngumálin við bæjarstjórann

Aldrei í boði fyrir okkur að gefast upp

Enn er verið að meta gildi tilboða hjá Ríkiskaupum og engin niðurstaða liggur fyrir

12.Nóvember'16 | 10:50
landeyjahofn_tekin í notkun

Opnun Landeyjahafnar sumarið 2010.

„Eftir því sem ég kemst næst þá standa nú yfir viðræður við pólsku skipasmíðistöðina Crist S.A.  Sú skipasmíðistöð er gríðalega öflug og reynsla þeirra mikil og því óskandi að endar náist saman í viðræðum ríkisins við þá." segir Elliði Vignisson í samtali við Eyjar.net.

Við ræddum við bæjarstjóra um Landeyjahöfn, nýja ferju og næstu skref í samgöngumálum Vestmannaeyja. Rétt er að taka fram að Eyjar.net leitaði eftir svörum frá Ríkiskaupum - en þar á bæ tjá menn sig ekki um málið á meðan það er í vinnslu. Svarið frá sviðsstjóra Ríkiskaupa var „Enn er verið að meta gildi tilboða og engin niðurstaða liggur enn fyrir."

Kemur mest á óvart þegar eitthvað tengt Landeyjahöfn gengur eftir

Elliði segir að sennilega sé eitthvað hikst í þessum samskiptum (milli Ríkiskaupa og Crist S.A) fyrst að ekki er enn búið að ganga frá. Líklegt verður að telja að ef svo sé þá sé það vegna ábyrgða á verktíma og áhalda um afhendingartíma.

„Ef ég á að vera ærlegur þá er það farið að koma mér mest á óvart þegar eitthvað tengt Landeyjahöfn gengur eftir.  Ég er því alveg undir það búin að þessi þáttur verði jafn snúin og allt annað þessu tengt.  Eftir sem áður er aldrei í boði fyrir okkur að gefast upp." 

Ekki til verkfræðileg lausn sem tryggt getur skjól fyrir skip í aðkomu að Landeyjahöfn

„Staðan er einfaldlega sú að hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er ekki til verkfræðileg lausn sem tryggt getur skjól fyrir skip í aðkomu að Landeyjahöfn.  Allar tilraunir til að finna slíkar lausnir hafa í besta falli skilað okkur fram um eina haldlitla skýrsu og við ferðumst því miður ekki á þeim.  Það sem við getum gert núna er að fá sem fyrst nýtt skip og auðvitað lagar það ástandið.

Við verðum að vera meðvituð um að samfélag okkar er að breytast.  Störfum við veiðar og vinnslu er að fækka mikið.  Við erum að horfa upp á að störfum fyrir sjómenn fækkar um hundruð á hverju ári og tæknivæðing vinnslunar fækkar störfum þar mikið.  Á sama tíma eigum við mikil tækifæri t.d í ferðaþjónustu.

Við verðum líka að átta okkur á að krafa samtímans er allt önnur en bara fyrir 15 árum. Fólk þarf og vill geta komist tíðar og hraðar yfir en siglingar í Þorlákshöfn gera okkur mögulegt" segir bæjarstjóri.

Næstu skref

Landeyjahöfn er einfaldlega forsenda þess að við náum að halda þeirri sterku stöðu sem við höfum í dag.  Það er því ekki boði að gefast upp.  Það er ekki í boði að berjast innbyrðis.  Það er ekki í boði annað en að tryggja að allt verði gert til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur um Landeyjahöfn.

Næsta skref er nýtt skip, betri tök á dýpkun og breytingar á höfninni innan garða. Á sama tíma þarf að halda áfram að finna verkfræðilega lausn á því sem núna er utan garða. 

Vonar enn að vorið 2018 sigli ný Vestmannaeyjaferja í fyrsta skipti milli lands og Eyja

„Ég vona því enn að vorið 2018 sigli ný Vestmannaeyjaferja í fyrsta skipti milli lands og Eyja. Ég vona að öryggi þeirra siglinga verði meiri en svo að skipstjórar þurfi að vera með lífið í lúkunum í störfum sínum.  Ég vona að það skip ráði við a.m.k sömu ölduhæð og gamli Baldur gerði og ef svo þá erum við strax komin í allt aðra stöðu" segir Elliði.

 

nyr_herjolfur_vegagerd

Nýja ferjan.

crist_sa

Skipasmíðastöðin Crist S.A.

Landeyjahöfn.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.