Gott dýpi í Landeyjahöfn

Ömurlegt fyrir okkur Eyjamenn og gesti okkar að vita af þessu mannvirki hér innan seilingar en þurfa samt að sigla erfiða og langa sjóðleið til Þorlákshafnar - segir bæjarstjóri

7.Nóvember'16 | 19:33

Dýpið í og við Landeyjahöfn er gott líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Mæling þessi miðar við jafnstöðudýpi og því er það mun meira þegar flæðir að. Því miður hafa þó orðið nokkrar frátafir það sem af er vetrar og öruggt að svo verður áfram enda þessi Herjólfur ekki heppilegur til siglinga í Landeyjahöfn.  

Elliði Vignisson rifjar upp í samtali við Eyjar.net viðvörunarorð Siglingastofnunar um að aldrei yrði hægt að nýta núverandi skip til þessara siglinga svo neinu næmi þá er ekki hægt annað en að dást að því þrekvirki sem skiptstjórar og áhöfn hefur unnið frá því að höfnin var tekin í notkun.

Þá segir bæjarstjóri það ömurlegt fyrir okkur Eyjamenn og gesti okkar að vita af þessu mannvirki hér innan seilingar en þurfa samt að sigla erfiða og langa sjóðleið til Þorlákshafnar. 

Nýtt skip mun fyrst og fremst auka öryggi þessara siglinga

„Við öll og samfélagið okkar líður fyrir þetta ástand.  Það er því ekkert óeðlilegt að frátafir angri fólk.  Mig langar samt að skora á fólk að bera virðingu fyrir þeim erfiðu aðstæðum sem oft geta skapast fyrir framan Landeyjahöfn og þeim vandasömu ákvörðunum sem skipstjórar standa oft frammi fyrir.  Sú ábyrgð sem því fylgir að sigla með farþega á skipi sem ítrekað hefur snúist jafnvel við ölduhæð undir 2 metrum er mikil og í ljósi þeirrar reynslu er sem betur fer farið varlega. Með það í huga hlýtur okkur öllum að vera ljóst að nýtt skip mun fyrst og fremst auka öryggi þessara siglinga en vissulega standa vonir til að það lengi einnig verulega þann tíma sem hægt er að nýta höfnina og vonandi allt árið, þótt vissulega verði frátafir." segir Elliði.

Verkefni þingmanna okkar

Ennfremur segir hann að það verði síðan verkefni nýkjörinna þingmanna okkar Eyjamanna að ganga einbeitt til þeirra verka að tryggja að nýtt skip komi sem fyrst og að smíðatími þess verði jafnframt nýttur til að bæta höfnina eftir því sem tæknileg þekking gerir mönnum mögulegt.

 

Hér má sjá stærri mynd af mælingu gærdagsins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).