Heimaey - hæfingarstöð

Eyjamenn hvattir til að kynna sér vöruúrvalið

hjá þessu öfluga handverksfólki

7.Nóvember'16 | 10:56
ellidi_helga

Mynd/ Vestmannaeyjar.is

Vestmannaeyjar eru einn þeirra staða á landinu sem bjóða upp á starfsendurhæfingu eða vinnu sem og virkni fyrir fatlað fólk það sem meðal annars er veittur stuðningur til að efla getu einstaklingsins til að takast á við launað starf á vinnumarkaðnum. 

Hæfingarstöðvar koma á sama hátt til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu.  Nú á haustdögum var stofnuð ný hæfingar- og virkni stöð fyrir fatlaða í húsakynnum Heimaeyjar og hún sameinuð vernduðum vinnustað.  Á þeim tímamótum fóru einnig fram allsherjar endurbætur á húsnæði starfseminnar við Faxastíg.  Húsið var stækkað, nýjum innréttingum komið upp, vinnusal breytt, bætt við rými til hæfingar og margt fleira.

Í Heimaey er því nú ekki einungis unnið að framleiðslu kerta eins og áður var heldur fer þar fram heildstæð þjónusta við fatlaða.  Þar er til að mynda veittur stuðningur við félagsstarf fatlaðra, lengd viðvera og fl.  Auk atvinnutengdra verkefna er unnið með persónulega umhirðu, heimilishald, félagslega þætti, hreyfingu, tómstundir og afþreyingu.  Þá hefur verkefnum verndaðs vinnustaðar verið fjölgað og stærst þessara nýju verkefna er móttaka einnota umbúða fyrir endurvinnsluna.  Starfsmenn Heimaeyjar eru stöðugt að leita að nýjum verkefnum og sjást þess ekki hvað síst merki í öflugu handverksstarfi og framleiðslu listmuna.

Nú þegar vetur gengur í garð er full ástæða til að hvetja Eyjamenn til að kynna sér vöruúrvalið hjá þessu öfluga handverksfólki.  Allir þekkja vönduðu kertin en nú hefur bæst við fjölbreytt úrval af handgerðum listmunum.  Verið velkomin, segir í frétt Vestmannaeyjabæjar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.