Herjólfur:

Búist við Þorlákshafnarsiglingum næstu daga

7.Nóvember'16 | 10:37

Öldu- og veðurspá fyrir næstu daga er ekki góð fyrir siglingar til Landeyjahafnar og allt útlit fyrir að siglt verði til Þorlákshafnar fram yfir næstu helgi. Búið er að færa allar bókanir þriðjudaginn 8. nóvember og miðvikudaginn 9. nóvember yfir í Þorlákshöfn.

Ferðir frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar 08:30 og 18:45 færast sjálfkrafa í ferðir: Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn 08:00 og 15:30. ATH, fyrsta brottför úr Eyjum er kl 08:00, segir í tilkynningu frá Herjólfi.

Ferðir Landeyjahöfn - Vestmannaeyjar 12:45 og 19:45 færast sjálfkrafa í ferðir: Þorlákshöfn - Vestmannaeyjar 11:45 og 19:15.

AÐRAR FERÐIR FÆRAST EKKI, svo bóka þarf þær upp á nýtt hjá afgreiðslustöðum Herjólfs eða í síma 481 2800.

 

Áætlun Herjólfs í Þorlákshöfn þessa daga er:

Frá Vestmannaeyjum 08:00 og 15:30. ATH, fyrsta brottför úr Eyjum er kl 08:00
Frá Þorlákshöfn 11:45 og 19:15

Farþegar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum því ef aðstæður breytast og fært verður í Landeyjahöfn verður siglt þangað.

Farþegum er bent á að skilja ekki bifreiðar eftir í Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn þar sem brugðið getur til beggja vona og fólk lent í vandræðum vegna þessa. Hægt er að bóka og fá númer á klefa / koju í ferðir þessa daga 8 og 9 nóvember.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.