Jól í skókassa vel heppnað

5.Nóvember'16 | 18:56
jol_skokassa_2016

Mynd/ Landakirkja.is

Jól í skókassa lauk í Vestmannaeyjum í gær þegar tæplega 200 skókassar sem Vestmannaeyingar höfðu föndrað voru fluttir niður á Flytjanda við Friðarhöfn, en þaðan berast þeir svo á skrifstofur KFUM og KFUK á Íslandi og þaðan til Úkraínu.

Eins og fram hefur komið var tekið á móti kössunum í Landakirkju og lögðu fjölmargir, ungir sem aldnir, verkefninu lið. Í fyrradag var greint frá því á vef Landakirkju að 16 krakkar úr 4. EH hafi komið með skókassa í púkkið en í framhaldi af því komu fleiri hressir krakkar. Fljótlega á eftir að 4. EH hafði lokið sínu birtist 4. MK og svo í dag fengum við krakka úr 3. KM og stráka af leikskólanum Sóla í heimsókn með skókassa.

Stjórn KFUM og K í Vestmannaeyjum vill koma þakklæti sínu á framfæri við alla þá sem lögðu verkefninu lið. Ef einhverjir eiga enn eftir að skila skókössum er bent á að tekið verður á móti skókössum á skrifstofu KFUM og KFUK á Íslandi, að Holtavegi 28, til og með 12. nóvember nk, segir í frétt á vefsíðu Landakirkju.

Fleiri myndir má sjá hér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).