Jól í skókassa vel heppnað

5.Nóvember'16 | 18:56
jol_skokassa_2016

Mynd/ Landakirkja.is

Jól í skókassa lauk í Vestmannaeyjum í gær þegar tæplega 200 skókassar sem Vestmannaeyingar höfðu föndrað voru fluttir niður á Flytjanda við Friðarhöfn, en þaðan berast þeir svo á skrifstofur KFUM og KFUK á Íslandi og þaðan til Úkraínu.

Eins og fram hefur komið var tekið á móti kössunum í Landakirkju og lögðu fjölmargir, ungir sem aldnir, verkefninu lið. Í fyrradag var greint frá því á vef Landakirkju að 16 krakkar úr 4. EH hafi komið með skókassa í púkkið en í framhaldi af því komu fleiri hressir krakkar. Fljótlega á eftir að 4. EH hafði lokið sínu birtist 4. MK og svo í dag fengum við krakka úr 3. KM og stráka af leikskólanum Sóla í heimsókn með skókassa.

Stjórn KFUM og K í Vestmannaeyjum vill koma þakklæti sínu á framfæri við alla þá sem lögðu verkefninu lið. Ef einhverjir eiga enn eftir að skila skókössum er bent á að tekið verður á móti skókössum á skrifstofu KFUM og KFUK á Íslandi, að Holtavegi 28, til og með 12. nóvember nk, segir í frétt á vefsíðu Landakirkju.

Fleiri myndir má sjá hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.