Safnahelgin - dagskrá dagsins

Bjartmar, börn og pysjur

Bókaupplestur, ljósmyndasýning og tónleikar meðal efnis í dag.

5.Nóvember'16 | 06:20
bjartmar_gu_laugsson

Bjartmar Guðlaugsson

Dagskrá dagsins á Safnahelginni hefst klukkan 13:00 í dag þegar skáldmennin Stefán Máni, Orri Harðarson og Bjartmar Guðlaugsson koma í heimsókn. Þeir kynna og lesa úr nýjum bókum sínum. Upplesturinn er í Safnahúsinu. Alla dagskrá dagsins má sjá hér:

Laugardaginn 5. nóvember

SAFNAHÚS

Kl. 13:00 koma í heimsókn skáldmennin Stefán Máni, Orri Harðarson og Bjartmar Guðlaugsson sem kynna og lesa úr nýrri bók sinni.

SÆHEIMAR

Kl: 13:00 Í Sæheimum – sýningin „Börn og pysjur“. Ljósmyndir af börnum sem komið hafa í Pysjueftirlitið síðustu árin.  Í Sæheimum hefur verið starfrækt pysjueftirlit í nokkur ár og síðustu tvö árin höfum við tekið ljósmyndir af mörgum þeirra barna sem hafa tekið þátt í pysjubjörguninni og komið til okkar með pysjur í eftirlitið. Á sýningunni eru þessar ljósmyndir.  Safnahelgi  er því nokkurs konar uppskeruhátíð pysjueftirlitsins.

BETEL

 Kl. 15:00  Tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja, stjórnandi Jarl Sigurgeirsson.

ALÞÝÐUHÚSIÐ

Kl. 21:00  Bjartmar - Ný og gömul tónlist,  auk þess sem hann mun spjalla um bókina sína.  Aðgangseyrir kr. 2.500.-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.