Innanríkisráðuneytið

Endurskoða rekstrarfyrirkomulag flugvalla

Bæjarráð skipar einnig starfshóp til að gæta hagsmuna Vestmannaeyja í þessari vinnu.

4.Nóvember'16 | 13:25
flugvel_eyjar

Flugvöllurinn í Vestmannaeyjum.

Fyrir bæjarráði Vestmannaeyja lágu upplýsingar um starfshóp sem falið hefur verið að endurskoða rekstrarfyrirkomulag flugvalla. Umræddur starfshópur er á vegum Innanríkisráðuneytisins.

Tilgangurinn er að fara yfir kosti og galla mismunandi rekstrarfyrirkomulags flugvalla innanlands og gera tillögu að fyrirkomulagi sem eflir flugið sem samgöngumáta og stuðlar að hagkvæmum og skilvirkum flugsamgöngum. 

Bæjarráð bendir viðkomandi starfshópi á að flugvöllurinn í Vestmannaeyjum gegnir ólíku hlutverki í einangraðri Eyjabyggð en í samfélögum sem hafa vegsamband allt árið. Til að mynda gegnir flugvöllurinn í Vestmannaeyjum lykilhlutverki í almannavörnum sem og hvað öryggi í heilbrigðismálum varðar með tilliti til sjúkflugs. Með það í huga samþykkir bæjarráð að skipa 3 manna starfshóp til að gæta hagsmuna Vestmannaeyja í þessari vinnu.

Hópinn skipa Trausti Hjaltason, Birna Þórsdóttir og Auður Ósk Vilhjálmsdóttir.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is