Ásmundur Friðriksson skrifar:

Stórsigur Sjálfstæðisflokksins

3.Nóvember'16 | 05:50

Um helgina vann Sjálfstæðisflokkurinn stóran sigur í kosningunum ef tekið er mið af þeim skoðanakönnunum sem ekki spáðu flokknum svo vel. Það athyglisverðasta við sigurinn er að flokkurinn sigrar í öllum kjördæmum landsins og á því 1. þingmann í hverju kjördæmi. Það er afdráttarlaus niðurstaða og við tökum mark á því þegar þjóðin hefur talað.

Sigur okkar í Suðurkjördæmi er einstaklega glæsilegur og kemur í framhaldi af fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á landinu þar sem 4015 konur og karlar völdu listanum forystusveit. Það er líka athyglisvert við prófkjörið að við Páll Magnússon fengum flest atkvæði ef tekin eru öll prófkjörin og raðað eftir fjölda atkvæða í sæti. Það er líka mikið styrkleikamerki og afdráttarlaus niðurstaða sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og þátttakan og úrslitin ákveðinn vilji fólksins eins og í kosningunum um helgina. Við virðum lýðræðislegar niðurstöður kosninga.

Í kosningunum um síðustu helgi sýndi Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi allar sínar bestu hliðar eins og ég þekki þær eftir að hafa tekið þátt í kosningabaráttu flokksins frá árinu 1978 ef ég man svo langt aftur? Gamlir kosningasmalar komu og buðu aðstoð og það munar um hvern mann og konu þegar úrslitin ráðast af síðasta atkvæðinu sem sett er í kjörkassann. Það þekkjum við sem aldrei gefumst upp.

Ég fann stemninguna fram á síðustu mínútu og ég naut þess að félagar mínir í Eyjum, í Hveragerði, Selfossi og víðar hringdu fram á síðustu stundu til að biðja mig að hringja í fólk sem enn átti eftir að fara á kjörstað. Krafturinn og samheldnin skilaði sér í glæsilegri niðurstöðu.

Samstaða frambjóðenda er líka eitt atriðið sem vert er að minnast á. Við öll í fyrstu átta sætunum vorum óskipt í heimsóknum og vinnu um allt kjördæmið síðustu tvær vikurnar og síðustu vikuna gerðum við ekkert annað en að sinna skyldum okkar, hitta fólk, heimsækja fyrirtæki og leggja okkur fram um ð vera heilstæður og samtaka listi. Það tóks og það verður að þakka þeim sérstaklega sem skipuðu sæti 5-8 hvað þau lögðu mikið á sig í vinnu og kostnaði síðust vikuna fyrir kjördag. Svona samtaka lið með allt baklandið á bak við okkur nær árangri.

Það er mörgum að þakka um allt kjördæmið en kosningastjórinn Margrét Rós Ingólfsdóttir fær sérstakar þakkir fyrir dugnað, yfirsýn og ákveðið skipulag.

Framundan eru stjórnarmyndunarviðræður og með niðurstöður kosninganna að leiðarljósi en foseta Íslands ekki fær leið að ganga framhjá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, sigurvegara kosninganna. Það verður heldur ekki gengið framhjá frambjóðendum í Suðurkjördæmi þegar kemur að útdeilingu embætta, styrkleiki flokksins í kjördæminu krefst þess.

 

Með þakklæti til ykkar allra

Ásmundur Friðriksson.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).