Tilkynning

Styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja

í Betel Kl. 15:00 á laugardaginn

2.Nóvember'16 | 06:30

Næstkomandi laugardag verða haldnir árlegir Styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Tónleikarnir verða með hefðbundnu sniði, enda engin ástæða að umbylta því sem í góðum farvegi er.

Á efnisskránni verður blanda innlendra og erlendra laga. Einnig má finna eldgömul lög innan um brakandi ferskt nýmeti. Nokkuð áberandi verður tónlist úr teiknimyndum Disney og er full ástæða til að hvetja fólk að taka með sér ungviðið. Aðgangseyrir er 2000 kr. en styrktarfélagar fá um þessar mundir heimsendan miða sem gildir fyrir tvo.

Styrktarfélagar Lúðrasveitar Vestmannaeyja eru dyggur hópur almennings sem lætur sig menningu varða og styður árlega við rekstur sveitarinnar með fjárframlagi. Þetta er einsdæmi á Íslandi og er stór þáttur í því að hægt hefur verið að halda úti þessari starfsemi í Vestmannaeyjum. Kunnum við styrktarfélögum okkar hinar bestu þakkir. 

Þá hafa í gegn um tíðina fyrirtæki hér í Eyjum styrkt okkur með fjárframlögum og eru ávallt góðar móttökur þegar við sækjumst eftir slíku.

Einu áhyggjur okkar um þessar mundir snúa að endurnýjun félaga, fækkun blástursnema í Tónlistarskóla Vestmannaeyja er nú þegar farin að hafa áhrif á starfið hjá okkur. Það væri okkur mikill styrkur að fá fleiri börn í blástursnám. Fyrir utan hversu það er skemmtilegt, þá hefur það sýnt sig að fátt er meira þroskandi en tónlistarnám. Við hvetjum því foreldra til að líta til blásturdeildar Tónlistarskólans þegar kemur að því að velja tómstundastarf fyrir börnin, ekki spillir að Skólalúðrasveitin fer reglulega í Spánarferðir til að taka þar þátt í tónlistarmótum. 

 

Kv. Lúðrasveit Vestmannaeyja
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.