Greiði bætur vegna slyss hjá Ribsafari

1.Nóvember'16 | 17:26

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Tryggingamiðstöðina til greiðslu bóta vegna líkamstjóns sem varð um borð í bát fyrirtækisins Ribsafari við Vestmannaeyjar í júlí árið 2013. Sá sem varð fyrir slysinu hefur glímt við viðvarandi verki í baki og örorka hans er metin 7%.

Síðdegis 6. júlí 2013 keypti sá sem fyrir slysinu varð útsýnisferð hjá Ribsafari ehf. sem bauð upp á sjóferðir með svokölluðum ribbátum. Meðan á ferðinni stóð meiddist hann á baki þegar hann fékk högg undir sitjandann, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms.

Fyrir dómi var tekist á um skaðabótaábyrgð Ribsafari og ábyrgð Tryggingamiðstöðvarinnar samkvæmt ábyrgðartryggingu sem Ribsafari hafði hjá tryggingafélaginu. Ekki var um það deilt að stefnandi hafi orðið fyrir slysi á baki á meðan ferðinni stóð eða að slysið hafi leitt til varanlegs líkamstjóns. Hins vegar var uppi ágreiningur um ýmis nánari atriði við tildrög slyssins.

Segir í stefnu að stefnandi hafi haft viðvarandi verki í baki frá slysdegi og hafi þeir einnig haft veruleg áhrif á andlega heilsu hans. Þá var varanaleg örorka hans metin 7%.

Ekki beinlínis varaðir við hættunni

Dómurinn komst að þeirri niðustöðu að starfsmönnum Ribsafari hafi verið ljóst að hætta á bakmeiðslum hafi verið mest fyrir þá sem sátu í fremstu sætum bátsins þar sem búast mátti við mestum höggum ef báturinn skylli niður. Starfsmönnum fyrirtækisins hafi því átt að vera ljóst, við þær aðstæður sem voru uppi, að sérlega varhugavert hafi verið að sitja í fremstu sætum bátsins, jafnvel þótt fyllstu aðgæslu væri sinnt við keyrslu hans. Þótt farþegar hafi fengið um það leiðbeiningar að sitja ekki í þar til gerðum sætum heldur standa uppréttir, eða með bogna fætur, hafi ekki verið gerð skýlaus krafa um þetta eða farþegarnir beinlínis varaðir við því að hættulegt væri að sitja í sætunum. Þetta verði að meta starfsmönnum Ribsafari til sakar. Því sé réttur stefnanda til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu Ribsafari viðurkenndur.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slys verður um borð í bátum frá Ribsafari. Á síðustu fimm árum hafa fjögur alvarleg slys orðið um borð í bátum fyrirtækisins.

 

Ruv.is greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.