Bókasafn Vestmannaeyja fær veglega gjöf

Gaf tæplega 1000 bækur

1.Nóvember'16 | 07:05
Nanna_rosa

Nicholína Rósa með bréfið frá Kára.

Nicholína Rósa Magnúsdóttir færði í sumar Bókasafni Vestmannaeyja veglega gjöf er hún gaf safninu bókasafn sitt og eigninmanns hennar, Tryggva Jónssonar sem fallinn er frá. Um er að ræða tæplega 1000 bækur sem koma sér vel fyrir bókasafnið. Eyjar.net heimsótti Nönnu Rósu af þessu tilefni.

Nanna Rósa segir að henni hafi þótt þetta vel við hæfi. Hún væri komin inná Hraunbúðir og vildi að bækur þeirra hjóna myndu nýtast áfram. Þá segir Nanna að hún voni að þetta verði öðrum hvatning að hugsa til okkar góða bókasafns þegar tímamót verði í lífi fólks.  

Eitthvað einstakt við að lána út slík eintök

Eyjar.net ræddi við Kára Bjarnason, forstöðumann Bókasafns Vestmannaeyja. „Eitt það allra gleðilegasta sem ég geri í mínu starfi er að veita viðtöku væntumþykju í garð Bókasafns Vestmannaeyja. Þegar Helga Tryggvadóttir hafði samband við mig fyrir hönd móður sinnar og kom í framhaldinu með hvern bókakassann á eftir öðrum þá fann ég að safnið skiptir máli fyrir heimafólkið. Það er góð tilfinning."

Bókasafn Vestmannaeyja er eitt af stærstu bókasöfnunum með yfir 100.000 eintaka. Eigi að síður eru stundum skörð í, það vantar bækur sem gott væri að eiga eða eintökin sem fyrir eru á safninu eru orðin lúin og þá er gott að skipta þeim út. Bækur sem þannig bætast við safnkostinn eru stimplaðar sem gjafabækur og bera margar bækur á safninu slíkt merki. Þá eru eintökin frá Nönnu Rósu gjarnan merktar með nafni hennar eða Tryggva, mannsins hennar. Það er eitthvað einstakt við að lána út slík eintök, sem eiga sér sögu innan byggðar." segir Kári.

Vel með farin eintök, lesin en ekki lúin

„Í bréfi mínu til Nönnu Rósu sem ég afhenti henni þegar ég heimsótti hana á Hraunbúðir eftir að við höfðum farið yfir bókagjöfina hennar kemur fram að um er að ræða mjög stórt og mikið bókasafn, tæplega 1000 eintök. En eins og ég sagði Nönnu Rósu þá er svo gaman að handfjatla bækur sem bersýnilega hafa verið eigendum mikils virði, vel með farin eintök, lesin en ekki lúin, jafnvel kápurnar utan um bækurnar óskemmdar.

Það er því með miklu þakklæti sem ég horfði á bækur þeirra hjóna Nönnu Rósu og Tryggva renna smám saman inn í safnkost Bókasafns Vestmannaeyja, margar þeirra merktar með nöfnum þeirra hjóna en allar stimplaðar sem gjafabækur." segir Kári Bjarnason að endingu.

kari_bjarna

Kári Bjarnason.

safnahus_2016

Safnahúsið.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.