Fréttatilkynning:

Safnahelgin framundan

31.Október'16 | 13:37
eldheimar_utan

Á föstudagskvöldinu verður dagskrá í Eldheimum.

Á fimmtudaginn næstkomandi hefst dagskrá Safnahelgar í Vestmannaeyjum. Dagskráin er fjölbreytt og stendur hún til sunnudags. Meðal þess sem boðið er uppá er Hugleikur Dagsson með sýninguna WHERE´S GOD, skáldmennin Stefán Máni, Orri Harðarson og Bjartmar Guðlaugsson kynna bækur sínar.

DAGSKRÁ

 

Fimmtudaginn 3. nóvember

SAFNAHÚS

kl. 13:30-15:30.  Úr  ótrúlegu myndasafni Gísla J. Johnsen sem nýverið var fært Safnahúsi að gjöf. Ljósmyndirnar verða sýnda á vikulegum Ljósmyndadegi.

Kl 20:00 Ármann Reynisson kynnir nýjustu Vinjettuna sína, þá sextándu í röðinni. Ármann fær einvala lið til að lesa úr bókinni.

 

Föstudaginn 4. nóvember.

STAFKIRKJA

 kl. 17:00 verður dagskráin formleg sett í Stafkirkjunni. Séra Guðmundur Örn Jónsson.  Jazz/funk tríóið Eldar flytja tónlist.

SAFNAHÚS

kl. 18:00 opnar Hugleikur Dagsson sýninguna WHERE´S GOD í tilefni af útkomu samnefndrar bókar sinnar

ELDHEIMAR

Kl: 20:30 á föstudagskvöldinu lesa Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson úr nýjum bókum sínum. Í framhaldinu, tónleikar Arnór og Helga leika Peter, Paul & Mary 

 

Laugardaginn 5. nóvember

SAFNAHÚS

 kl. 13:00 koma í heimsókn skáldmennin Stefán Máni, Orri Harðarson og Bjartmar Guðlaugsson sem kynna og lesa úr nýrri bók sinni.

SÆHEIMAR

Kl: 13:00 Í Sæheimum – sýningin „Börn og pysjur“. Ljósmyndir af börnum sem komið hafa í Pysjueftirlitið síðustu árin.  Í Sæheimum hefur verið starfrækt pysjueftirlit í nokkur ár og síðustu tvö árin höfum við tekið ljósmyndir af mörgum þeirra barna sem hafa tekið þátt í pysjubjörguninni og komið til okkar með pysjur í eftirlitið. Á sýningunni eru þessar ljósmyndir.  Safnahelgi  er því nokkurs konar uppskeruhátíð pysjueftirlitsins.

BETEL

 Kl. 15:00  Tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja, stjórnandi Jarl Sigurgeirsson.

ALÞÝÐUHÚSIÐ

BJARTMAR  laugardagskvöld kl. 21:00  Ný og gömul tónlist,  auk þess sem hann mun spjalla um bókina sína.  Aðgangseyrir kr. 2.500.-

 

Sunnudaginn 6. nóvember

SAGNHEIMAR

Sunnudaginn 6. nóvember, kl. 12: Saga og súpa í Sagnheimum.

Illugi Jökulsson fjallar um vísindamanninn Charcot og síðustu sjóferð franska rannsóknarskipsins Pourquoi-pas? sem fórst við Álftanes á Mýrum árið 1936.

Í slysinu fórust 39 manns en aðeins einn maður lifði af.

 

OPNUNARTÍMAR safna og sýninga um safnahelgi:

ELDHEIMAR 13 00– 17 00  fimmtud., föstud., laugard. og sunnud.

SAFNAHÚS sýning Hugleiks opin laugardag og sunnudag kl. 12-16.

SÆHEIMAR: Opið laugaardag og sunnudag kl. 12. – 16.

SAGNHEIMAR: Opið laugardag og sunnudag kl. 12-16.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).