Fréttatilkynning:

Jól í skókassa líkur 4. nóvember

30.Október'16 | 16:28

Verkefni KFUM og KFUK á Ísland, Jól í skókassa er farið af stað og er lokaskiladagur föstudagurinn 4. nóvember nk. 

Eins og áður er jólagjöfum í skókössum safnað saman og fer stærðar hópur sjálfboða á vegum félagsins til Úkraínu með afraksturinn og afhendir munaðarlausum og fátækum börnum þar í landi.

Nálgast má skókassa í Axel Ó og Eyjavík en athugið að magnið er takmarkað. Móttaka skókassanna er í Landakirkju og er hún að jafnaði opin frá kl. 9:00 til 15:00 virka daga. Þess má geta að ef að sá tími hentar ekki er Eimskip samstarfsaðili verkefnisins og því má einnig skila skókössum á móttöku Flytjanda við Friðarhöfn. Allar helstu upplýsingar um verkefnið, hvernig á að ganga frá skókössum og hvað má fara í þá og hvað ekki er að finna á heimasíðu verkefnisins.

Tengiliður verkefnisins í Vestmannaeyjum er Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi Landakirkju og starfsmaður KFUM og KFUK á Íslandi. gisli(hjá)landakirkja.is / 849-5754.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).