Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 30 milljónum

28.Október'16 | 08:08
Eldheimar

Vestmannaeyjabær fékk m.a styrk fyrir gagnaver Eldheima.

Uppbyggingarsjóði Suðurlands, sem er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands, bárust nú í síðari úthlutun ársins 86 umsóknir og var 52 verkefnum veittur styrkur. Heildarfjárhæð styrkveitinganna nam um 30 milljónum. 

Úthlutað var um 17 mkr. til 39 menningarverkefna og um 13 mkr. til 13 nýsköpunarverkefna. Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum.

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með hlutverk úthlutunarnefndar en fagráð á sviði menningarmála annars vegar og nýsköpunar hins vegar, skila tillögum til verkefnastjórnar. Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, segir í frétt SASS.

Nokkrir styrkir í verkefni tengd Vestmannaeyjum

Ef að listarnir eru skoðaðir má sjá að þónokkur verkefni tengd Eyjum fá styrk úr sjóðnum. Meðal þeirra menningarverkefna eru: Heimaey 1973: Einvígi við jarðeldinn (heimildamynd). Styrkþegar eru Gísli Pálsson og Valdimar Leifsson, upphæð: 800.000. Gagnaver Eldheima. Styrkþegi er Vestmannaeyjabær sem fær 600.000 í verkefnið. 

Benedikt Búálfur, styrkþegi er Leikfélag Vestmannaeyja upphæð: 400.000. Sæheimar- Fiskasafn fékk 400.000 kr styrk fyrir verkefnið Lundapysjur í Vestmannaeyjabæ. Vestmanneyjabær fékk 400.000 fyrir verkefnið Lögin í gosinu - tímamótatónleikar á tímamótum.  Þá fékk bakvarðahópur Sagnheima, byggðasafns 300.000 í verkefnið Saga og súpa í Sagnheimum 2017. Úr kompunni í 3D, sýning safngripa á þrívíddarformi - Sagnheimar, byggðasafn er styrkþegi og fær 300.000 í styrk.  

Í flokki nýsköpunar má sjá styrki til Einsi Kaldi Veisluþjónusta ehf fyrir The Brothers Brewery. Verkefnið er vörumerkjahönnun fyrir Eldfell Volcanic Red Ale og hljóðar styrkurinn uppá 1.000.000,-. Þá fékk SegVeyjar ehf 500.000,- fyrir verkefnið rafmagnslest um Heimaey - arðsemismat.    

Nánar um nýsköpunarverkefnin má sjá hér og menningarverkefnin hér.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.