Framkvæmda og hafnarráð:

Hætt við uppfyllingu í Friðarhöfn

28.Október'16 | 11:10

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs á miðvikudaginn var tekið fyrir að nýju samkomulag um skipulagsmál milli Vinnslustöðvarinnar, Ísfélags Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar. 

Fyrir ráðinu lá viðauki við fyrra samkomulag Vestmannaeyjabæjar, Ísfélags Vestmannaeyja og Vinnslustöðvar Vestmannaeyja er varðaði; a) dómsmál það, sem rekið var á milli aðila fyrir Héraðsdómi Suðurlands, og b) framtíðarskipulag á hafnarsvæði H-1. 

Í viðaukanum er sú breyting gerð á fyrra samkomulagi að fellt er út sú framkvæmd að fylla upp í svokallaðan pytt í Friðarhöfn og þess í stað örugg og greið umferð tryggð um vinnusvæðið með því að merkja þar aksturslínu til samræmis við það sem er við vesturkant Friðarhafnar. Jafnframt er kveðið á um að löndunarstútar Ísfélags verða ekki staðsettir við suðurkant Friðarhafnar heldur vesturkant og skulu stútarnir lagðir í jörðu. 

Þá felur viðaukinn einnig í sér ákvörðun allra aðila um að taka til framkvæmda niðurrif á núverandi húsnæði Ísfélags við Strandveg 26 sem og austurhúsi Fiskiðjunnar sem er í eigu Vinnslustöðvar Vestmannaeyja.

Ráðið fagnar þessum viðauka og samþykkir hann fyrir sitt leyti, segir í fundargerð framkvæmda og hafnarráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.