Trausti Hjaltason skrifar:

Fyrir Vestmannaeyjar

Allar mælingar sýna að við erum á réttri leið

28.Október'16 | 10:04
Trausti xd14

Trausti Hjaltason

Á morgun kjósum við um stjórn landsins okkar. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af hverri mælingunni á alþjóðavísu þar sem Ísland er að mælast sem ein af bestu þjóðum heims og er nánast sama hvert er litið hagsæld, heilbrigði, öryggi, jöfnuður, velferð o.s. frv. 

Alltaf er litla Ísland að skora hátt á þessum listum og jafnvel á toppnum.

Sjávarútvegur í fremstu röð

Hér í Vestmannaeyjum er sjávarútvegurinn grunnurinn að nánast öllu, enn og aftur er pólitísk óvissa að ógna þessar grunnstoð samfélagsins. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð á heimsvísu, jafnt hvað varðar gæði, sjálfbærni, þróun og arðsemi. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja stöðugleika í sjávarútvegi svo hann geti áfram staðið að nýsköpun og vöruþróun og lagt drjúgan og sanngjarnan skerf af mörkum til lífsgæða landsmanna.

Aðgerðir fyrir ungt fólk

Sjálfstæðisflokkurinn breytti lögunum þannig að nú má nota séreignarsparnaðinn til íbúðarkaupa, gömul eða ný, með uppgreiðslu húsnæðislána. Þessi leið hefur nú verið fest í sessi með það að markmiði að auðvelda ungu fólki fyrstu kaup.

Aðgerðir fyrir Vestmannaeyjar

  • Fjármagn til uppbyggingar á Hraunbúðum
  • Aukið fjármagn í löggæslu
  • Nýr Herjólfur
  • Staðarnám í Haftengdri nýsköpun
  • Tryggt Sýslumanns- og lögregluembættið í Vestmannaeyjum
  • Fellt niður vörugjöld og tolla á íslenska verslun
  • Lækkað tekjuskatt og fækkað þrepum

 

Þurfum að halda áfram og gera enn betur

Sjálfur hef ég átt gott samstarf við Vilhjálm, Unni Brá og Ása á kjörtímabilinu. Öll hafa þau beitt sér fyrir okkar málum og verið öll að vilja gerð. Sum mál eru erfiðari en önnur og tekur oft tíma að greiða úr málum og fá fjármagn. Nýr Herjólfur, nám í haftengdri nýsköpun aukið fjármagn í löggæslu og fjármagn til að stækka Hraunbúðir eru t.d. mál sem þingmennirnir okkar hafa náð árangri með. En betur má ef duga skal og með viðsnúningi á rekstri ríkissjóðs með styrkri stjórn Sjálfstæðisflokks hefur nú skapast grundvöllur til að gera betur á flestum sviðum.

 

Gríðarlega mikilvægt að við Eyjamenn mætum og kjósum

Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ég hef mikla trú á Palla og tel að hann sé líklegur til að halda áfram að berjast fyrir okkar málum á þingi sem og að vinna af skynsemi að hag þjóðarinnar allrar. Líklegasta leiðin til að svo verði er auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn, til þess þarf hann að fá góða kosningu.  Því er gríðarlega mikilvægt að við Eyjamenn mætum á kjörstað og setjum X við D.

 

Trausti Hjaltason

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is