Oddvitar framboða á Suðurlandi í heimsókn á HSU

27.Október'16 | 06:46
HSU_6336

Frá fundinum í gær. Mynd/hsu.is

Heilbrigðisstofnun Suðurlands bauð öllum oddvitum framboða á Suðurlandi til hádegisfundar á Selfossi í gær.  Ánægjulegt var að sjá hvað mætingin var góð, en fulltrúar mættu frá all flestum framboðsflokkum á Suðurlandi.

Tólf fulltrúar frá átta framboðum sátu fundinn með framkvæmdastjórn og skoðuðu í lok fundar aðstæður á bráðamóttöku og göngudeild á Selfossi, segir í pistli frá forstjóra HSU - Herdísi Gunnarsdóttur á hsu.is. Ennfremur segir:

Tilgangur heimsóknarinnar var að eiga samtalsfund og fara yfir stöðu mála í rekstri og þjónustu hjá HSU ásamt því að kynna sýn og stefnu fyrir heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.  Á fundinum var kynnt fyrir frambjóðendum áherslur stofnunarinnar í þjónustunni við sjúklinga og íbúa, áskoranirnar sem glímt er við og framtíðarsýn stjórnenda.  Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU fór yfir málin ásamt Hirti Kristjánssyni framkvæmdastjóra lækninga.  Boðið var upp á umræður og spurningar í framhaldinu og til svara var framkvæmdastjórn HSU. Ánægjulegt var að geta átt samtal með þessum fulltrúum og sköpuðust gagnlegar og faglegar umræður á fundinum.

Framkvæmdastjórn HSU þótti vel til takast og þakkar öllum þeim frambjóðendum sem sáu sér fært að koma í heimsókn á HSU.

 

Fundargestir voru:

Guðmundur Sighvatsson frá Alþýðufylkingunni

Páll Valur Björnsson og Eyrún B. Magnúsdóttir frá Bjartri framtíð

Halldór Gunnarsson frá Flokki Fólksins

Ásgerður Kristín Gylfadóttir frá Framsóknarflokknum

Smári McCarthy og Oktavía Hrund Jónsdóttir frá Pírötum

Oddný G. Harðardóttir og Arna Ír Gunnarsdóttir frá Samfylkingunni

Ari Trausti Guðmundsson og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir frá Vinstri grænum

Jóna Sólveig Elínardóttir frá Viðreisn

 

 

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is