Helga Tryggvadóttir skrifar:

Á hvaða plánetu býrð þú?

27.Október'16 | 16:38

Stundum fæ ég það á tilfinninguna að á þessu landi búum við ekki öll á sömu plánetu. Minnnihluti fóks ræður yfir meirihluta gæða. Fáir fá mestan hluta af tekjunum, eru líklega enn að græða á daginn og grilla á kvöldin.

Mér finnst eins og þeim sem finnst þetta í lagi búi á annarri plánetu en ég og hef það sterklega á tilfinninguni að ég sé ekki einbúi. Að borga fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa er fínt ef allir eiga glás af peningum. Það að borga helling fyrir menntun er líka fínt af sömu ástæðu. En horfum bara í kringum okkur. Við sjáum mismuninn alls staðar í kringum okkur. Ef ekki þá þarf viðkomandi annað hvort að láta athuga sjónina eða neitar að sjá raunveruleikann.

Við borgum fyrir heilbrigðisþjónustu í formi skatta. Sama á við um samgöngur, menntakerfið og velferð og sem betur fer eru flestir sáttir við það. Þeim sem búa á hinni plánetunni finnst frekt að við viljum að þeir taki þátt. Finnst óþarfi að taka þátt í samneyslunni og hafa sérhæft sig í að fela aurana sína, koma þeim undan með alls kyns klækjum. Við eigum víst Norðurlandamet í Panamaskjölum, jafnvel heimsmet. Kannski synda þeir í aurunum eins og Jóakim Aðalönd. Veit það ekki, af því ég hef aldrei komið á þessa plánetu og hef ekki áhuga á því.

Ástæðan fyrir því að ég legg lag mitt við Vinstri græn er að stefna hreyfingarinnar felur í sér að sameina okkur öll á sömu plánetuna. Jafna kjörin, skapa réttlátara samfélag, bera virðingu fyrir fólki og náttúru, ýta undir jafnrétti kynjanna og sjálfbærni atvinnuvega. Sem sagt skynsemi. Skynsemi fyrir okkur öll. Þetta kostar pening, af þeim er nóg og við þurfum að sækja þá þar sem þeir leynast. Legg til að við vinnum að því hörðum höndum að tapa Norðurlandametinu sem fyrst.

 

Helga Tryggvadóttir, frambjóðandi VG í Suðurkjördæmi

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is