Hæstiréttur hafnaði kröfu lögreglustjóra

Vildi láta meta geðheilsu mannsins

26.Október'16 | 14:28

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um að dómkvaddur yrði matsmaður til að framkvæma mat á aðstæðum, og þá sérstaklega geðheilbrigði, mannsins sem er grunaður um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu á fimmtugsaldri um miðjan september í Vestmannaeyjum.

Málið hefur vakið mikinn óhug. Lögreglustjóri lagði til að geðlæknir yrði fenginn til verksins. Ruv.is greinir frá málinu.

Líkt og hefur komið fram fannst konan illa haldin utan dyra, nakin og mjög köld. Hún var með mikla áverka á andliti og líkama eftir ofbeldisverk. Dyravörður kom að manninum fyrr um kvöldið fyrir utan veitingahúsið Lundann en þá hélt maðurinn höfði konunnar ofan í öskubakka.

Hæstiréttur hafnar nú kröfu lögreglustjórans á þeim forsendum að í matsbeiðni sé ekki fullnægt því skilyrði fyrir geðrannsókn að vafi leiki á hvort matsþoli sé sakhæfur. Hæstiréttur telur að beiðni lögreglustjórans sé ekki nægilega skýr og það komi ekki nægilega vel fram hvað eigi að meta og hvað lögregla telji að sanna megi með mati. Í matsbeiðni komi ekki fram hvaða þörf sé á matinu.

Sá grunaði mótmælti kröfunni og taldi matsbeiðni ábótavant og sér ekki skylt að veita atbeina við rannsókn málsins eða að leggja lögreglu lið við að afla matsgerðar, sem mögulega verði svo notuð gegn honum á síðari stigum. Hæstiréttur hafnaði um síðustu mánaðamót kröfu lögreglustjórans um gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is