Bæjarráð Vestmannaeyja:

Stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum

25.Október'16 | 14:33

Eins og komið hefur fram vinnur Vestmannaeyjabær núna að undirbúningi framkvæmda til að fjölga íbúðum fyrir aldraða og fatlaða. 

Eftir að sá undirbúningur hófst hefur verið innleidd ný reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs Vestmannaeyja í dag. Þar segir ennfremur: 

Með þessari reglugerð er íbúðarlánasjóði falið það hlutverk að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þar með talið fyrir aldraða og fatlaða. 

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstóra að kanna forsendur þess að sækja um í tilgreindan sjóð og skila inn endanlegri umsókn, segir í bókun ráðsins.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.