Oddný G. Harðardóttir skrifar:

Kjósum Samfylkinguna

25.Október'16 | 16:56
2016_09_20 - Samfylkingin_oddny

Oddný G. Harðardóttir

Það eru kosningar á laugardaginn og það eru margir flokkar í boði. Með þessu greinakorni vil ég mæla með því að þú kæri Vestmannaeyingur kjósir Samfylkinguna. Það eru margar ástæður fyrir því. 

Fyrst og fremst er ástæðan sú að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur Íslands og berst fyrir jafnaðarstefnunni alla daga allan ársins hring. Við erum ekki jafnaðarmenn eingöngu dagana fyrir kosningar eins og dæmi er um hjá öðrum flokkum. Við viljum endurreisa heilbrigðiskerfið og gera það með því að styrkja opinbera hluta þess, spítalana og heilbrigðisstofnaninrar um allt land. Sjúkraflutningar eru þar með taldir.

Heilbrigðismálin brenna á íbúum í Vestmannaeyjum enda er augljóst vegna landfræðilegra ástæðna þarf að leggja meira til þjónustunnar en gert er.

Samgöngumálin brenna líka á íbúum í Vestmannaeyjum enda er augljóst vegna landfræðilegra ástæðna þarf að leggja meira til samgöngumála en gert er.

Og þessi tvö stóru hagsmunamál íbúa Vestmannaeyja eru samofin. Það eru atvinnumálin líka. Nýr Herjólfur og betri Landeyjarhöfn er ekki bara nauðsynleg samgöngubót fyrir íbúa heldur er samgöngubótin nauðsynleg fyrir atvinnurekstur og ekki síst ferðaþjónustuna. Hver dagur sem ekki er mögulegt að sigla frá Landeyjahöfn bitnar á möguleikum Vestmannaeyinga til að selja þjónustu sína og skapa samfélaginu verðmæti. Svo ekki sé talað um mikilvægi þess að Vestmannaeyingar geti sótt þjónustu og heimsótt ættingja sína í landi.

Skólastarf sem mætir þörfum íbúa er einn af hornsteinum búsetuskilyrða í Vestmannaeyjum. Þar er framhaldsskólinn í lykilhlutverki og háskólastarfsemin drifkraftur nýsköpunar. Nýsköpun í sjávarútvegi er frjó og spennandi þessi misserin þar sem leitað er leiða til að hámarka virði hvers fisks sem dregin er að landi. Verðmætar afurðir í formi fegrunarkrema og sáraumbúða úr fiskroði eru nýjungar sem hafa gengið vel. Rannsóknir á enn fleiri möguleikum eru hafnar og ríkið á að ýta undir enn frekara starf á þessu sviði.

Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands er með stefnu sem er innblásin af hugsjónum jafnaðarstefnunnar. Ég hvet þig lesandi góður til að skoða stefnuna okkar á heimsíðu Samfylkingarinnar www.xs.is og hugsa til okkar í kjörklefanum á laugardaginn.

 

Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.