Ragnar Óskarsson skrifar:

Hvernig væri það?

25.Október'16 | 15:34
raggi_os

Ragnar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa  í kosningabaráttunni nú haldið því hátt á lofti að nauðsynlegt sé að viðhalda stöðugleika á Íslandi til frambúðar.  Það geti þeir flokkar einir gert og því sé rökrétt að kjósa þá áfram til valda. 

Nú skulum við aðeins velta fyrir okkur nokkrum þáttum þess stöðugleika sem ríkisstjórnin býður upp á:

·        Um ríkisstjórnina sjálfa er enginn stöðugleiki. Stjórnin er að hrökklast frá völdum áður en kjörtímabilið er búið vegna spillingarmála og stjórnarflokkarnir hamast nú hvor gegn öðrum og eru nánast ósammála um allt.

·        Í heilbrigðismálum er enginn stöðugleiki. Heilbrigðiskerfið komið að fótum fram og stjórnarflokkarnir bjóða ekki upp á neinar lausnir til úrbóta, hvað þá til enduruppbyggingar. Þeir eru þó sammála um að einkavæða heilbrigðiskerfið svo einhverjir vildarvinir geti grætt á kostnað almennings í landinu.

·        Í fiskveiðistjórnunarmálum er stöðugleikinn ekki meiri en svo að byggðirnar vítt um landið verða fyrri hverju áfallinu á fætur öðru vegna stefnu stjórnarflokkanna.  Fjölmargir smábátasjómenn eru sem leiguliðar kvótakónga sem í síauknum mæli taka fé út úr sjávarútveginum og fjárfesta í alls kyns braski.

·        Um stöðugleika í samgöngumálum nægir að nefna aðstæður okkar Vestmannaeyinga.  Samgöngur á sjó milli lands og Eyja í algerum ólestri. Ekkert er ákveðið með umbætur á Landeyjahöfn, allt óljóst með nýtt skip og þar fram eftir götum. Í nútímanum þurfa svo farþegar frá Þorlákshöfn til Eyja að ganga um bílaþilfar til þess að komast um borð í Herjólf.

·        Stöðugleiki ríkisstjórnarinnar í skattamálum felst í því að lækka skatta til hinna ríku á kostnað almennings.

·      Eini stöðugleikinn sem ríkisstjórnin getur ‌„státað af“ eru spillingarmálin. Ráðherrar beggja flokka hafa orðið uppvísir að því að tengjast       skattaskjólsfélögum til þess að fela fjármuni fyrir íslenskum skattyfirvöldum og samfélagi.

Og áfram mætti halda. Sú spurning hlýtur  því óhjákvæmilega að vakna hvort við eigum að treysta þessu fólki til að fara áfram með völdin í landinu. Ég held að það ættum við alls ekki að gera. Til þess eru vítin að varast þau.

Hvernig væri að treysta fólki eins og Katrínu Jakobsdóttur, Ara Trausta og HelguTryggva og öðru góðu fólki til þess að breyta samfélaginu, skapa hér réttlátt samfélag. Það getum við gert með því að kjósa Vinstri græn. X V

 

Ragnar Óskarsson

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.