Helga Tryggva skrifar:

Flóttamenn

23.Október'16 | 20:18
helga_tr_16

Helga Tryggva

Börn deyja vegna þess að þau eru óheppin að búa þar sem brjálaðir menn varpa sprengjum því þeir eru valdagráðugir. En það kemur börnunum ekkert við af hverju sprengjurnar falla og þau geta ekkert gert í því. Þau eru saklaus.

Hvað getum við gert annað en að grátið yfir ástandinu?  Sumir gráta ekki, mögulega vegna þess að ástandið er fjarlægt og að málið snertir okkur ekki beint vegna fjarlægðar. Ef við hugsum aðeins þá áttum við okkur á að hér er fullt af fólki sem hefur þurft að flýja heimahagana og auðgar nú samfélag okkar og menningu. Einnig hafa sumir Íslendingar upplifað af eigin reynslu að vera á flótta. Í janúar 1973 lenti ég í því ásamt rúmlega 5000 öðrum Vestmannaeyingum að vera á flótta undan náttúruhamförum. Ég man þessa nótt vel og ég þá sex ára gömul fannst mjög flott að fá frítt í strætó frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur.

Ég er langt frá að líkja mér við börnin sem eru grafinn undir rústum lifandi eða dáin.

En það sem ég hugsa um í þessu samhengi er að hvað ef kannski  tuttugu eyjamenn hefðu fengið að fara með strætó til Reykjavíkur en restin af okkur þurft að dvelja á bryggjunni í Þorlákshöfn svo mánuðum skipti við lélegan aðbúnað. Bara af því fólk hafði ekki áhuga á að hjálpa okkur, því fannst það of mikið vesen. Fáránleg hugsun ekki satt? En er þetta eitthvað fáránlegra en það ástand sem nú ríkir í flóttamannamálum í Evrópu?

Við getum ekki setið hjá aðgerðarlaus.

Við getum tekið á móti fleiri flóttamönnum og gert það almennilega. Gert þeim kleift að lifa með reisn í okkar samfélagi og verða hluti af okkur, eða snúa aftur til síns heima þegar friður kemst á ef þeir kjósa svo.

Við getum beitt okkur á alþjóðavettvangi fyrir friði. Þó svo það bjargi ekki börnunum sem dóu í gær og eiga eftir að deyja á morgun getur það mögulega komið í veg fyrir í framtíðinni að lítil kríli láti lífið vegna þess að ráðamenn einhverra landsvæða geta ekki komið sér saman um deilumál.

VG leggur áherslu á að Ísland taki skilyrðislausa afstöðu gegn hernaði.

VG leggur áherslu á að Ísland beiti sér fyrir afvopnun á alþjóðavetvangi.

VG leggur einnig áherslu á að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum.

Þess vegna vel ég VG.

 

Helga Tryggva

 

Höfundur skipar 5. sæti VG í Suðurkjördæmi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is