Geir Jón Þórisson skrifar:

Merk tímamót í starfi Rauða kross Vestmannaeyja

- Hátíðardagskrá í Akoges við Hilmisgötu n.k. laugardag frá kl. 14:00 – 16:00

21.Október'16 | 06:18
geir_jon_th

Geir Jón Þórisson.

Rauði kross Vestmannaeyja var stofnaður 23. mars 1941 og því höfum við minnst  75 ára sögu deildarinnar á árinu með ýmsum atburðum.   Fyrsti formaður og aðal hvatamaður að stofnun deildarinnar var Ólafur Ó. Lárusson héraðslæknir. 

Hann var skipaður héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1. Júlí 1925 og starfaði hann hér nær óslitið þar til hann lést í júní 1952. Með honum starfaði alla tíð eiginkona hans Sylvía N. Guðmundsdóttir og varð þeim 10 barna auðið. Þau hjón gengu í það þrekvirki að byggja sér heimili og sjúkrahús í sömu byggingu sem þau gáfu nafnið Arnardrangur. Ólafur var þekktur fyrir fórnfúst starf í þágu sjúkra hvort sem um menn eða dýr var að ræða. Ólafur hlaut margar viðurkenningar fyrir störf sín og ein þeirra var æðsta heiðursmerki þýska Rauða krossins.

Frá upphafi hefur Rauði kross Vestmannaeyja sinnt öflugu starfi í þágu þeirra sem minna mega sín bæði í okkar heimabyggð og um víða veröld. Rauði krossinn í Vestmannaeyjum hefur notið einstakrar velvildar bæjarbúa og ráðamanna bæjarins sem hefur létt verulega undir með okkur. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Í upphafi starfsins var öðru fremur komið að umönnun sjúkra og fátækra. Rauði krossinn keypi sjúkrabifreið til almennra sjúkrafluttninga og er það enn stór þáttur í starfi félagsins.

Þá hefur skyndihjálparkennsla fyrir almenning verið einn af grunnþáttum starfsins frá upphafi og er enn. Fatasöfnun og útdeiling fatapakka, sem öflugar prjónakonur okkar hafa séð um að útbúa, til nauðstaddra verið sá þáttur starfsins sem verulega hefur færst í vöxt ásamt almennri hjálp til þeirra sem hafa lent í alvarlegum náttúruhamförum. Nýjasta verkefni okkar er aðstoð skólabarna af erlendu bergi við lestur bóka til að hjálpa þeim að ná íslenskunni í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja og Bókasafnið. Hefur þetta verkefni farið afskaplega vel af stað og því afar vel tekið af börnunum og forráðamönnum.

Í Vestmannaeyjagosinu 1973 reyndi verulega á Rauða krossinn við að skipuleggja og taka á móti fjölda Vestmannaeyinga. Frá þeim tíma hefur Rauði krossinn skipulagt og opnað fjöldahjálpastöðvar þegar alvarlegir atburðir hafa átt sér stað.  Þá hefur starf heimsókna- og ökuvina ásamt ýmsu hjálparstarfi verið sá þáttur starfsins sem í dag hefur verið að eflast og styrkjast.

Til að ná því að halda utan um alla þætti þeirra fjölda verkefna sem Rauði krossinn í Vestmannaeyjum kemur að höfum við þurft á öflugu sjálfboðaliðafólki að halda. Í gegnum 75 ára sögu deildarinnar í Vestmannaeyjum hefur fjöldi sjálfboðaliða verið ávallt tilbúið til að sinna þessum fjölbreyttu verkefnum og er svo enn. Fyrir allt þetta vil ég fyrir hönd stjórnar Rauða krossins í Vestmannaeyjum þakka af heilum hug. Við værum ekki á þeim stað í dag með okkar deild ef við hefðum ekki notið starfskrafta alls þess fólks sem komið hefur að starfinu og fyrir þann velvilja sem við höfum notið alla tíð.

Á þessum merku tímamótum í sögu Rauða kross Vestmannaeyja viljum við bjóða öllum að taka þátt í hátíðardagskrá okkar í Akoges við Hilmisgötu laugardaginn 22. október n.k. frá kl. 14:00 – 16:00 og njóta með okkur veitinga.

 

Geir Jón Þórisson, formaður Rauða kross Vestmannaeyja

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.