The Brothers Brewery:

Kosningabjórinn Þrasi kominn í sölu

á völdum börum og veitingastöðum

21.Október'16 | 08:59

Í dag setti næst minnsta bjórverksmiðja Íslands The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum bjórinn Þrasa í sölu. Bjórinn Þrasi kemur á markað núna rétt rúmri viku fyrir kosningar sem sérstakur kosningabjór. Þrasi er bjór af týpunni pale ale og er 5% alkahól innihald í honum.

“Við í The Brothers Brewery erum ekki nema 150 lítra bjórverksmiðja í dag og getum því brugðist hratt við og sett á markað í takmörkuðu upplagi bjóra þegar eitthvað skemmtilegt er í gangi í okkar litla samfélagi. Í kringum EM í fótbolta gerðum við bjórinn Heimi og núna gerum við sérstakan kosningabjór” segir Kjartan Vídó sölu- og markaðsstjóri The Brothers Brewery.

Eintómt þras og mas og ekkert nema bras!

Vörumerki Þrasa er hannað af Gunnari Júlíussyni hjá Gunnar Júl art og var hugsuninn að ná fram þeirri stemningu sem að “virkir í athugasemdum” upplifa af stjórnmálamönnum á Íslandi. Eintómt þras og mas og ekkert nema bras!

The Brothers Brewery fékk framleiðsluleyfi í byrjun árs 2016 og frá þeim tíma hafa þeir m.a. unnið 1.verðlaun fyrir bjór ársins 2016 á Bjórhátíðinni á Hólum og einn dýrasti bjór íslandssögunnar Togarinn kemur frá The Brothers Brewery.

Þrasi verður til sölu í takmörkuðu upplagi á eftirfarandi sölustöðum frá og með deginum í dag. Kaldi Bar Reykjavík, Micro bar Reykjavík, Bjórgarðurinn Reykjavík, Ölhúsið – Ölstofa Hafnarfjarðar, Bjórsetur Íslands Hólum í Hjaltadal og á veitingastaðnum Einsi Kaldi í Vestmannaeyjum.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.