Vilhjálmur Árnason skrifar:

Hver mínúta skiptir máli

19.Október'16 | 13:16

Fyrir stuttu kynntum við Styrmir Sigurðarson hugmyndir um nýjar og betri leiðir í utanspítalaþjónustu með sérhæfðum sjúkraþyrlum á fjölmennum fundi í Vestmannaeyjum. 

Vegna íbúafjölgunar, fjölgunar ferðamanna og aukinnar sérhæfingar í heilbrigðisþjónustunni, sem virðist ekki vera hægt að sinna annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu, er nauðsynlegt að bregðast við með því að koma sérhæfðri aðstoð sem fyrst til okkar út á land.

Heilbrigðisráðherra gefur hugmyndinni byr undir báða vængi

Síðan fundurinn var hefur mikið vatn runnið til sjávar. Við höfum til að mynda fundið fyrir mikilli hvatningu og góðum viðbrögðum en hugmyndin um sjúkraþyrluna hefur fengið afar jákvæðar viðtökur. Fjöldi aðila hefur haft samband við okkur og skiptast á upplýsingum til að fleyta málinu áfram. Þá var enn fremur fagnaðarefni þegar heilbrigðisráðherra ákvað að veita fjármagni í að gera frekari úttekt og kynningu á málinu. Þannig má segja að heilbrigðisráðherra hafi gefið hugmyndinni byr undir báða vængi.

Þær tillögur sem við höfum unnið að undanfarið, ásamt þeim Viðari Magnússyni formanni Fagráðs sjúkraflutninga Íslands og Njáli Pálssyni formanni fagdeildar utanspítalaþjónustu hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, snúa að því að fá sérstaka sjúkraþyrlu í notkun. Hugmyndir þessar taka mið af því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum.  Áhöfn þyrlunnar yrðu skipuð með sérhæfðum bráðatækni og bráðalækni sem yrðu á svokallaðri staðarvakt allan sólarhringinn. Þannig verður hægt að stytta viðbragðstíma í að veita sérhæfða utanspítalaþjónustu fyrir þá sem veikjast og slasast fjarri spítölum. Eins og allir þekkja þá getur hver mínúta skipt máli.

 

Vilhjálmur Árnason þingmaður

-höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).