Yfir 90% sjómanna vilja verkfall

97% sögðu já hjá Jötni

18.Október'16 | 07:11

90% sjómanna sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu félaga innan Sjómannasambandsins voru fylgjandi því að fara í verkfall þegar átti eftir að telja atkvæði frá einu félagi. Verkfall er boðað 10. nóvember nk. 

Tæp 92% félagsmanna VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem þátt tóku, samþykktu að fara í verkfall. Kosningu um ótímabundið verkfall hjá sjómönnum sem starfa á kjarasamningi milli SSÍ og SFS lauk kl. 12:00 á hádegi þann 17. október. 17 af 18 aðildarfélögum SSÍ samþykku að hefja verkfall á fiskiskipaflotanum kl. 23:00 þann 10. nóvember næstkomandi hafi samningar milli SSÍ og SFS ekki náðst fyrir þann tíma. Sjómannafélag Hafnarfjarðar hafnaði verkfalli.

Hjá Jötni voru 174 á kjörskrá og var kjörsókn 60,9%. Niðurstaðan var að 103 sögðu ,,já" eða 97,2%. ,,Nei" sögðu 3 sem eru 2,8%. Þátttakan í atkvæðagreiðslunni hjá félögum innan Sjómannasambandsins var að meðaltali rúm 55% en tæp 72% hjá VM. 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.