ÞSV að taka yfir rekstur Náttúrustofu

Vonast til að fagleg staða stofunnar styrkist

- segir bæjarstjóri

18.Október'16 | 07:00

Náttúrustofa Suðurlands hefur m.a stundað lundarannsóknir síðustu árin.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um að ÞSV gerist rekstraraðili að Náttúrustofu Suðurlands. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku gerði Trausti Hjaltason grein fyrir þeim viðræðum sem hafa átt sér stað og kynnti drög að samningi. 

Fram kom í bókuninni að bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi samning. Eyjar.net spurðu Elliða Vignisson, bæjarstjóra út í málið.

,,Náttúrustofur starfa á vegum sveitarfélaga víða um land og hefur ráðherra heimild til að leyfa starfrækslu allt að átta slíkra. Hlutverk þeirra eru m.a að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar, veita ráðgjöf og stunda vísindalegar rannsóknir.  Eftir að hafa farið vandlega yfir þetta mál er það afstaða bæjarráðs að rekstur sem þessi eigi einfaldlega betur heima undir hatti Þekkingarseturs Vestmannaeyja en Vestmannaeyjabæjar. 

Ákvörðun um að flytja ábyrgð á daglegum fag- og fjárhagslegum rekstri frá Vestmannaeyjabæ undir Þekkingarsetrið felur í raun ekki í sér neina breytingu á hlutverki Náttúrustofu. Vonir standa hinsvegar til að fagleg staða stofunnar styrkist með því að verð hluti af sterkara vísinda- og þekkingarsamfélagi.  Á sama máta teljum við að Þekkingarsetrið eflist með þessu verulega og hafi í kjölfarið sterkari fræðilega stöðu t.d með með aukna viðbragðsgetu til þátttöku í alþjóðlegu vísindasta samstarfi, öflun nýrra rannsóknaverkefna, markvissari miðlun upplýsinga og margt fl." segir Elliði.

Vilja styrkja enn frekar rannsókna- og fræðastarf í nærsamfélaginu

Stefna bæjaryfirvalda er sú, segir Elliði að styrkja enn frekar rannsókna- og fræðastarf í nærsamfélaginu með áherslu á náttúrufar, sjávarfang, lífríki sjávar og ferðaþjónustu. Stórt skref í þá átt er að koma upp öflugri aðstöðu á annarri hæð Fiskiðjunnar þar sem fólk innan sjávar- og þekkingarklasa getur unnið sín störf í öflugu samstarfi við fyrsta flokks aðstöðu.  Þá er einnig stefnt að því að efla enn frekar aðgengi að háskólanámi, styrkja stöðu einstakra þekkingarstofnana og fá til liðs við okkur alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa innna sama sviðs.

Þekkingarsetrið eflist enn frekar

Þá segir hann að Þekkingarsetur Vestmannaeyja hafi verið að styrkjast mikið á seinustu árum og er í dag orðið bakbeinið í vísinda- og þekkingarstarfi í Vestmannaeyjum.  Undir þess hatti er nú til að mynda í fyrsta skipti rekið staðarnám á háskólastigi með um tug nemenda. Þekkingasetrið hefur einnig ríku hlutverki að gegna hvað varðar innrigerð ferðaþjónustu enda annast það rekstur bæði Sagn- og Sæheima auk þess að vera með þjónustu samning við Vestmannaeyjabæ um rekstur upplýsingaþjónustu og fl.  Með ákvörðun um að flytja rekstur Náttúrustofu Suðurlands undir Þekkingarsetrið eflist svo enn frekar fagleg staða og viðbragðsgeta hvað varðar vísinda og rannsóknasamstarf enda verða með þessu til tvær nýjar stöður vísindamanna sem falla inn í sterka liðsheild Þekkingarsetursins.

Fjöldinn allur af nýjum og spennandi tækifærum

Með nýju húsnæði og áframhaldandi innleiðingu þessarar nýju sýnar á rannsókna- og fræðastarf munu sennilega starfa hátt í 50 manns undir hatti þessa klasasamstarfs og lang flestir hjá einkafyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi.  Ekki þarf að efast um að slíku þekkingarsamstarfi munu fylgja fjöldinn allur af nýjum og spennandi tækifærum á mörgum sviðum, segir bæjarstjóri að endingu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%