Landgangurinn í Þorlákshöfn lokaður

Farþegar þurfa að ganga út af bíladekkinu

13.Október'16 | 15:23
herjolfur__biladekk

Farþegar þurfa nú að ganga meðfram bifreiðum sem eru að aka upp úr skipinu.

Landgangurinn í Þorlákshöfn er lokaður og því þurfa farþegar ferjunnar að ganga um bílaþilfarið. Samkvæmt heimildum Eyjar.net gerði Vinnueftirlitið athugasemdir við landgöngubrúnna í vor en ekkert virðist hafa verið aðhafst.

Nú þarf fólk að ganga út af bíladekkinu til að komast til og frá borði. Þetta er búið að vera svona núna í rúma viku og lítur ekki út fyrir að nokkuð sé verið að vinna í þessu, allavega ekki á staðnum.

Eigandi búnaðarins er íslenska ríkið og hefur Vegagerðin umsjón með umræddri fasteign. Samkvæmt gögnum sem Eyjar.net hefur undir höndum var í gildi samningur sem Vegagerðin gerði við sveitarfélagið Ölfuss um hafnarþjónustu í Þorlákshöfn. Þar kemur fram að Ölfus muni sjá til þess að lyftubúnaður og ekjubrú fyrir Herjólf verði viðhaldið á samningstíma. Ekki hefur fengist staðfesting á að umræddur samningur hafi verið framlengdur eða hvort hann sé í gildi nú.

Ekki boðlegt

Ljóst er að sú staða sem nú er uppi, er engan veginn boðleg og getur skapað hættu fyrir faþega ferjunnar. Skiljanlegt er ef um er að ræða bilun sem gerir ekki boð á undan sér - að hin leiðin sé þá notuð í neyð. En þegar um er að ræða fleiri daga og á aðra viku líkt og nú er orðið er óhætt að segja að það sé óásættanlegt. 

Eyjar.net hefur sent fyrirspurn til Vegagerðarinnar vegna málsins og mun áfram fjalla um það - þegar að svör berast. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%