Umhverfis- og skipulagsráð:

Skipulagsmál við Vigtartorg

11.Október'16 | 07:23
vigtarhus_fiskidja

Vigtartorgið

Í framhaldi af umræðu síðasta fundar umhverfis- og skipulagsráðs lagði skipulagsfulltrúi fram minnisblað um stöðu skipulagsmála m.t.t. umsókna og fyrirspurna um breytingar á skipulasgsvæðinu. Þetta kemur fram í bókun ráðsins á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku.

Ráðið fól skipulagsfulltrúa, í samráði við skipulagsráðgjafa að meta áhrif breytinga ef byggingarskilmálar verða endurskoðaðir og leggja fyrir næsta fund ráðsins. 

Fram kemur í minnisblaðinu að nýbyggingar, sem og endurnýjaðar byggingar við Vestmannaeyjahöfn skulu endurspegla tengsl við nánasta umhverfi, ásamt því að vernda og styrkja heildarmynd hafnarinnar. Vestmannaeyjahöfn hefur rík sérkenni og er andlit eyjanna fyrir þá er koma sjóleiðis.

Byggingar þurfa að taka mið af þessum sérkennum og vera í háum gæðaflokki. Þar sem heimild til niðurrifs er veitt skal fylgja áætlun um framtíðarnýtingu reits og gera grein fyrir hvernig hún samræmist þeirri stefnumörkun sem fram kemur að neðan. Uppdrættir með nákvæmum útlitsmyndum bygginga, ásamt efnisvali og frágangi úthliða sem áhrif hafa á heildarmynd hafnarsvæðisins skulu lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráð að undanfengnu framkvæmda- og byggingarleyfi, segir ennfremur í minnisblaðinu. Þá segir:

 

Við mat verður tekið mið af eftirfarandi:

  •  Staðsetningu á lóð og samspil byggingar og götu (áhersla á tengingu milli byggingar, gangstétta, götu og hafnar og útfærslur sem stuðla að lífi milli húsa)
  • Framhliðar jarðhæða er snúa að Vestmannaeyjahöfn og Strandvegi og hýsa miðbæjarstarfsemi skulu að hluta eða heild hýsa starfsemi sem er aðgengileg almenningi og stuðla skal að virkum framhliðum.
  • Stærðarhlutföll og hæðir yfirgnæfi ekki nærliggjandi byggingar
  • Fyrirkomulag glugga, hurða, efnisnotkun og litaval endurspegli staðsetningu og sérkenni svæðisins.
  • Lóðahönnun og frágangur taki mið af staðsetningu og sérkennum svæðisins og samspil við almenningsrými.
  • Nýbygging eða endurnýjuð bygging hafi ekki veruleg neikvæð áhrif á umhverfi sitt eða gæði í umhverfi nálægra bygginga.

 

 Umsóknir og fyrirspurnir 

· Vigtarhús Tangagötu 12  - breyting á byggingarskilmálum maí 2016

Þann 18 apríl sl. óskaði lóðarhafi eftir hækkun um eina hæð, úr 11m í 13,9m. Nýir byggingarskilmálar voru samþykktir eftir breytingarferil skipulags og er því heimilt að byggja 3 íbúðarhæðir ofan á vigtarhúsið og segja skilmálar ma. að efsta hæð skuli vera inndregin til norðurs.

Lóðarhafi hefur sent inn tillöguteikningar af útliti húsnæðis.

 

· Steini og Olli ehf. Tangagötu 10 - hækkun um eina hæð  (breytt notkun)

Þann 4 maí sl. óskaði lóðarhafi eftir hækkun um eina hæð úr 14,2m í 17m., ráðið frestaði afgr. og fól skipulagsráðgjafa að taka saman minnisblað (dags.20.5.2016) um stöðu byggingar í skipulaginu.

 

Ráðið bókaði þann 23.5.2016

Ráðið hefur kynnt sér það álit sem liggur fyrir. Í því áliti er bent á mikilvægi Fiskiðjunnar, en byggingin er sterkt kennileiti við innsiglinguna og skal skera sig úr sem hæsta bygging í götumyndinni eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi. Ráðið tekur undir álit skipulagsráðgjafa ALTA og getur því ekki orðið við erindi lóðarhafa.

 

· Ægisgata 2, Fiskiðjan 4h – hækkun og breyting á byggingarskilmálum

Þann 23 ágúst kynnti eigandi efstu hæðar tillögu af breytingum á íbúðarhæð Fiskiðjunar. Í tillögu er óskað eftir hækkun á útveggjum og 0.75m hækkun á mæni.

Tilgangur hækkunar kemur til vegna hönnunarforsenda og ósk eiganda um að koma fyrir 9 íbúðum í eignarhlutanum.

 

Annað til umræðu:

· Strandvegur 26 Ísfélagsreitur – samkeppni um fasteignarþróun í ferli

· Vigtartorg  - staða torgsvæðis

· Niðurrif á austurhúsi Fiskiðjunar

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.