Ný Vestmannaeyjaferja:

Sendinefnd farin til Póllands

11.Október'16 | 10:27

Sendinefnd frá Ríkiskaupum og Vegagerðinni er nú stödd í Póllandi að ræða við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sem átti næst lægsta tilboðið í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjar.net að verið sé að skoða og fara yfir það tilboð sem var næsthagstæðast frá pólsku skipasmíðastöðinni CRIST SA.

Skoða einnig viðbrögð vegna tilboðs sem dregið var til baka

Þá segir G. Pétur að Ríkiskaup skoði einnig viðbrögð við því að norska skipasmíðastöðin dró tilboð sitt til baka. ,,Það er reiknað með að vinna þetta hratt og ákveðið þannig að ekki leiði til neinna tafa." segir hann ennfremur.

 

Uppfært kl. 10.44

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar vill ítreka að tilboðið frá CRIST er næsthagstæðast áður en þessi úttekt á skipasmíðastöðinni er lokið. Hann segir að þetta nokkuð flókinn samanburð þannig að það er ekki víst með þetta fyrr en að lokinni úttektinni.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).