Frábært framtak hjá Þjóðleikhúsinu

6.Október'16 | 15:25

Þjóðleikhúsið bauð 5 og 6 ára börnum í Vestmannaeyjum á frumsýningu á sýninguna Lofthræddi örninn Örvar í sal Hvítasunnukirkjunnar. Lofthræddi örninn Örvar er einleikur fyrir börn um hugrekki og að sigrast á hindrunum í lífinu. 

Þjóðleikhúsið er að leggja land undir fót og mun á næstu mánuðum setja upp leiksýningar á fjölmörgum stöðum víðsvegar um landið. Þarna er Þjóðleikshúsið að rækta eitt af meginhlutverkum sínum að kynna list leikshússins fyrir börnum landsins.

Vestmannaeyjabær þakkar Þjóðleikshúsinu og starfsmönnum þess þetta frábæra framtak og mælir eindregið með þessari leiksýningu sem leikin er af Oddi Júlíussyni leikara og leikstýrt af Birni Inga Hilmarssyni.

Takk fyrir Þjóðleikhús allra landsmanna, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.