Fréttatilkynning:

Ian Jeffs mun þjálfa kvennalið ÍBV

4.Október'16 | 13:50
jeffsy

Ian David Jeffs

Knattspyrnuráð karla ÍBV hefur átt í viðræðum við Ian David Jeffs að taka að sér þjálfun mfl. karla ÍBV í knattspyrnu.  Niðurstaðan er sú að Ian David Jeffs hefur ákveðið að taka ekki tilboði ráðsins um þjálfun liðsins. Þess í stað hefur hann ákveðið að halda áfram þjálfun kvennaliðs ÍBV.

Knattspyrnuráð karla þakkar Ian David Jeffs fyrir hans góða framlag við að tryggja veru karlaliðs ÍBV í deild þeirra bestu, og óskar honum áframhaldandi velgengni í sínum störfum fyrir kvennalið ÍBV.

Knattspyrnuráð karla þakkar einnig Alfreð Elíasi Jóhannssyni fyrir samstarfið á sl. keppnistímabili. Alfreð náði góðum árangri með 2.flokk karla og starfaði einnig sem aðstoðarþjálfari mfl. karla þar til hann og Ian David Jeffs tóku að sér mfl. karla við brotthvarf fyrri þjálfara.  Knattspyrnuráð karla óskar Alfreð velfarnaðar í nýju starfi.

Knattspyrnuráð karla mun halda áfram að vinna í ráðningu þjálfara fyrir komandi keppnistímabil og tilkynna frekar um þann framgang eftir því sem aðstæður gefa efni til, segir í tilkynningu frá knattspyrnuráði ÍBV.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is