Vestmannaeyjabær hafnar tilboði Landsbankans

30.September'16 | 07:30
landsbankinn_2016

Útibú Landsbankans í Eyjum

Á fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Landsbankanum þar sem fram kemur að bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 14. apríl 2016. 

Landsbankinn býðst til að kaupa hvern hlut á genginu 10.3966. Fjöldi hluta Vestmannaeyjabæjar í Landsbankanum er 3.529.146 hlutir.

Í bókun bæjarráðs segir: Eins og ítrekað hefur verið verið fjallað um hefur Vestmannaeyjabær og aðrir fyrrum eigendur Sparisjóðs Vestmannaeyja átt í þungum málarekstri gagnvart Landsbankanum. Lögð var fram krafa um að hlutlaust verðmat færi fram á eignarsafni Sparisjóðs Vestmannaeyja þegar hann var á þvingaðan máta sameinaður við Landsbankans. Landsbankinn varðist slíkum beiðnum við gólf allt þar til Vestmannaeyjabær vann fullnaðarsigur í héraðsdómi. Úrskurðarorð dómsins var að dómskvaddir matsmenn skyldu meta eignarsafn Sparisjóðsins. 

Þessa dagana á sér nú stað vinna við eignarmat og hafa þeir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og Árni Tómasson, endurskoðandi valist til þeirra verka. 

Bæjarráð mun ekkert aðhafast hvað varðar breytingar á eignarhaldi Landsbankans á meðan tilgreindur málarekstur á sér stað.

Sýslum við ekki með eignarhlutinn með óvissa ríkir um verðmat

Eyjar.net leitaði til Elliða Vignissonar, bæjarstjóra til að skýra þetta nánar. ,,Vestmannaeyjabær er hér í raun og veru að hafna tilboði Landsbankans um að bankinn kaupi eignarhlut Vestmannaeyja á genginu 10.3966.  Í svari bæjarráðs er síðan vísað sérstaklega til þess að allt frá því að Sparisjóðurinn var á þvingaðan máta sameinaður Landsbankanum hefur Vestmannaeyjabær ekkert gert til að staðfesta þann gjörning.  Ekki hefur verið skrifað undir neitt til staðfestingar og ekkert aðhafst með eignarhlutinn." segir bæjarstjóri.

Þá segir hann að enn ríki vafi um hvort að verðmat við yfirtökuna hafi verið rétt.  Þeim vafa erum við nú að vinna í að aflétta og höfum þar til grundvallar nýlegan dóm sem féll okkur í vil.  Á meðan sýslum við ekki með eignarhlutinn.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is