Rekstur Herjólfs

Gagnrýna samninginn og eftirlit með honum

Þar er hagsmunum okkar ekki nægilega vel gætt - segir bæjarstjóri

30.September'16 | 11:21

,,Það er afstaða okkar í bæjarstjórn að rekstur Herjólfs sé ekki bara hluti af innrigerð samfélagsins heldur í raun horsteinn innrigerðarinnar.  Í honum er fólgin grunnþjónusta í nærumhverfi bæjarbúa." segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri vegna þeirrar ákvörðunar bæjarstjórnar að fara þess á leit við innanríkisráðherra um að samið verði beint um rekstur ferjunnar við Vestmannaeyjabæ.

Elliði segir ennfremur að ítrekað hafi það gerst að ábyrgð á slíkum málaflokkum séu fluttir frá ríki til sveitarfélaga og þá gerist það ekki í gegnum útboð heldur í gegnum samninga milli þessara tveggja stjórnsýslustiga.  Dugar þar að vísa til málefna fatlaðra, rekstur grunnskóla, rekstur heilsugæslu og margt fl.  Með þessari samþykkt erum við að falast eftir því að taka þetta verkefni yfir á sama máta.

Hagsmuna bæjarbúa ekki nægilega vel gætt

,,Það er afstaða okkar að hagsmuna bæjarbúa sé ekki nægilega vel gætt í dag.  Með þessu er á engan veg máli hallað gagnvart núverandi rekstraraðila enda algerlega kýrskýrt að einkafyrirtæki er eingöngu ábyrgt fyrir því að framfylgja samning en ekki að gæta að samfélgagslegum hagsmunum.  Það er langtum frekar samningurinn sjálfur og eftirlit með honum sem við gagnrýnum.  Þar er hagsmunum okkar ekki nægilega vel gætt og kemur það til að mynda í ljós með hversu fáar ferðir eru sigldar á áætlunartímum, hversu há gjöld eru lögð á okkur í siglingum í Þorlákshöfn og svo margt fleira." segir bæjarstjóri.

Þá segir hann að í viðbót við þetta þá hefur hvorki okkur né öðrum bæjarbúum dulist að bæjarstjórn er ítrekað gerð ábyrg fyrir þessum málaflokki og dregst ítrekað inn í umræðuna.  Það er hinsvegar vont að vera gerð ábyrg fyrir einhverju af bæjarbúum en hafa ekki nokkur tök á að hafa bein áhrif.  Þá er hreinlega betra að stjórna og bera þannig raunverulega ábyrgð.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.