Líkamsárásarmálið:

Maðurinn laus úr haldi

Héraðsdómur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi

29.September'16 | 14:44

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði í gær kröfu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og nauðgun. 

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og beðið er niðurstöðu í málinu. Á meðan er maðurinn laus úr haldi.

Maðurinn er grunaður um að hafa stórslasað konu og nauðgað henni aðfaranótt 17. september síðastliðinn. Konan fannst illa leikin, nakin og með líkamshita rétt yfir 35 gráður í garði nálægt heimili sínu í Vestmannaeyjum. Dyravörður kom að hinum grunaða fyrr um nóttina fyrir utan skemmtistaðinn Lundann þar sem hann hélt höfði konunnar ofan í öskubakka. Um klukkustund síðar fannst konan og er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á hana. Ruv.is greinir frá.

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði einnig gæsluvarðhaldskröfu yfir manninum þegar fyrst var farið fram á það en Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu. Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýndi þá harðlega niðurstöðu Héraðsdóms. Sagði hún að rannsóknarhagsmunir gætu hafa farið forgörðum vegna niðurstöðu Héraðsdóms. Kröfunni var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um rökstuddan grun að ræða. „Við töldum að skilyrðin væru uppfyllt. Það eru auðvitað bagalegt að missa manninn úr haldi þegar rannsóknin er á byrjunarstigi og getur skaðað rannsóknina. Ef hætta er á því að sakborningur torveldi rannsókn, afmái vegsummerki eða hafi samband við vitni, þá getum við farið fram á þetta og við fórum fram á gæsluvarðhald á þeim grundvelli,“ sagði Páley þegar Héraðsdómur hafnaði gæsluvarðhaldskröfunni í fyrra skiptið.

Beðið er niðurstöðu Hæstaréttar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.