Innanlandsflugið hefur tekið stóra dýfu

Fækkun í innanlandsflugi er afleiðing háskattastefnu, segir bæjarstjóri.

28.September'16 | 07:11

Farþegum í innanlandsflugi hefur fækkað um fjórðung á síðustu níu árum. Á sama tíma hefur erlendum ferðamönnum hingað til lands fjölgað um 150 prósent. Farþegum í innanlandsflugi hefur fækkað um fjórðung á síðustu níu árum. 

Á sama tíma hefur erlendum ferðamönnum hingað til lands fjölgað um 150 prósent. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fækkun í innanlandsflugi vera afleiðingu háskattastefnu.

„Opinber gjöld eru þyngsti rekstrarkostnaður flugþjónustu á Íslandi. Ef það er samfélagslegur vilji að hafa flugþjónustu í landinu þarf fyrst að skoða opinberar álögur á flugið. Það er alveg ljóst í mínum huga að það er verið að sjúga lífið úr innanlandsfluginu,“ segir Elliði. „Flugið er lífæð samfélaga í fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Við verðum að nálgast þetta sem hluta af innviðum samfélagsins. Rétt eins og vegi, brýr og hafnir.“

Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, segir erlenda ferðamenn nú vera að nýta sér flugið í meiri mæli en áður. „Það sem af er þessu ári höfum við verið að sjá 30 prósent fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér innanlandsflug og er það í línu við fjölgun á komum erlendra ferðamanna til landsins,“ segir Skapti Örn. „Þá eru merki um að Íslendingar nýti sér innanlandsflug í ríkari mæli og helst það í hendur við kaupmáttaraukningu í landinu.“

 

Fréttablaðið greindi frá, þar sem nánar má lesa um málið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.