Fá undanþágu frá bannlista Rússanna

VSV og Ísfélagið mega selja til Hvíta-Rússlands

Stórkaupandi „liðkaði fyrir“

27.September'16 | 20:55

Fjögur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fengið leyfi til að selja vörur til Hvíta-Rússlands þar sem þau hafa verið á tímabundnum bannlista.

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir hvítrússneskan stórkaupanda á íslenskum sjávarafurðum hafa „liðkað fyrir“ undanþágunni frá bannlista Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Fyrirtækin sem um ræðir eru VSV, Ísfélag Vestmannaeyja, Skinney-Þinganes og Huginn VE í Vestmannaeyjum.

„Öll þessi fyrirtæki voru að fá leyfi til að flytja inn til Hvíta-Rússlands. Þetta er unnið í samvinnu við stærsta viðskiptavin okkar þar, Santa Bremor. Hann hefur verið stærsti kaupandinn á íslenskum loðnuhrognum en útflutningurinn er ekki hafinn en við eigum þennan valmöguleika,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV.

Fyrsta skref

Vinnslustöðin, Skinney-Þinganes og Huginn VE hafa öll verið á bannlista tollabandalagsins síðan í febrúar 2015. Ísfélagi Vestmannaeyja var bætt á listann á aðfangadag í fyrra ásamt nokkrum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þau hafa því ekki mátt selja afurðir til landa tollabandalagsins ofan á innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst 2015. DV greindi í september það ár frá úttekt sendinefndar tollabandalagsins, sem þá stóð yfir, á íslenskum fiskvinnslum í eigu nokkurra stærstu útgerðarfélaga landsins. Óttuðust útflytjendur sem blaðið ræddi þá við að sala þeirra til Hvíta-Rússlands og Kasakstans yrði einnig stöðvuð sem og að úttektin gæti leitt til þess að fyrirtæki þeirra yrðu áfram í innflutningsbanni til tollabandalagsins færi svo að Rússar ákvæðu að leyfa aftur innflutning á íslenskum fiski.

 

Dv.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.