Framkvæmda- og hafnarráð:

Móttaka úrgangs frá Eyjum

26.September'16 | 09:02

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs lagði framkvæmdastjóri fram erindi til Sorpu bs. vegna móttöku úrgangs frá Vestmannaeyjum og svarbréf Sorpu bs. Fram kom að Sorpa bs lýsir sig reiðubúið til að taka á móti almennu sorpi frá Vestmannaeyjum til urðunar til 1.september 2019.

Jafnframt óskar stjórn Sorpu bs eftir viðræðum um frekara samstarf og framtíðarlausnir. Ráðið fól framkvæmdastjóra að fara í viðræður við Sorpu bs og upplýsa ráðið um framgang málsins.

Í samtali við Eyjar.net segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ að málið snúist um að Sorpa bs taki við almennu sorpi til eyðingar frá Vestmannaeyjabæ. Þeir hafa verið að gera það en samkomulagið var útrunnið.  Í framhaldi af því var ákveðið að skoða hvort möguleiki væri á einhverju meira samstarfi milli Vestmannaeyjabæjar og Sorpu. 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.