Framkvæmda- og hafnarráð:

Móttaka úrgangs frá Eyjum

26.September'16 | 09:02

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs lagði framkvæmdastjóri fram erindi til Sorpu bs. vegna móttöku úrgangs frá Vestmannaeyjum og svarbréf Sorpu bs. Fram kom að Sorpa bs lýsir sig reiðubúið til að taka á móti almennu sorpi frá Vestmannaeyjum til urðunar til 1.september 2019.

Jafnframt óskar stjórn Sorpu bs eftir viðræðum um frekara samstarf og framtíðarlausnir. Ráðið fól framkvæmdastjóra að fara í viðræður við Sorpu bs og upplýsa ráðið um framgang málsins.

Í samtali við Eyjar.net segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ að málið snúist um að Sorpa bs taki við almennu sorpi til eyðingar frá Vestmannaeyjabæ. Þeir hafa verið að gera það en samkomulagið var útrunnið.  Í framhaldi af því var ákveðið að skoða hvort möguleiki væri á einhverju meira samstarfi milli Vestmannaeyjabæjar og Sorpu. 

 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.