Héraðsdómur Suðurlands:

Áframhaldandi gæsluvarðhald samþykkt

24.September'16 | 13:15
yfir_hsu

Vestmannaeyjabær.

Héraðsdómur Suðurlands hefur samþykkt kröfu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir sakborningi í máli sem er til rannsóknar hjá lögreglunni er kona varð fyrir alvarlegri árás síðastliðinn laugardag. 

Gæsluvarðhaldið er til miðvikudagsins 28. september n.k. til kl.16:00 en krafa lögreglustjóra var um gæsluvarðhaldsúrkurð til laugardagsins 1. október n.k.

Í gær var greint frá því að unnið væri að fullum þunga í rannsókn á málinu og verið að yfirheyra alla sem hugsanlega geta veitt upplýsingar. Þá er einnig unnið úr öðrum gögnum sem borist hafa lögreglunni og tengjast umræddu máli.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.