Listi Samfylkingar í Suðurkjördæmi samþykktur

Arna Huld Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, Vestmannaeyjum skipar 7 sæti listans.

22.September'16 | 22:46

Oddný G. Harðardóttir leiðir listann.

Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í Reykjanesbæ í kvöld. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar leiðir listann. 

Ólafur Þór Ólafsson, stjórnsýslufræðingur og forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, skipar annað sætið. Arna Huld Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, er í 7 sæti listans.

Listann í heild sinni:

1. Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Garði
2. Ólafur Þór Ólafsson, stjórnsýslufræðingur og forseti bæjarstjórnar, Sandgerði
3. Arna Ír Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Selfossi
4. Magnús Sigurjón Guðmundsson aðgerðastjóri, Selfossi
5. Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi, Reykjanesbæ
6. Miralem Hazeta húsvörður, Höfn í Hornafirði
7. Arna Huld Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, Vestmannaeyjum
8. Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Þorlákshöfn
9. Borghildur Kristinsdóttir bóndi, Landsveit 
10. Marta Sigurðardóttir viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi, Grindavík
11. Andri Þór Ólafsson vaktstjóri, Sandgerði
12. Kristbjörg Erla Hreinsdóttir öryrki, Hveragerði
13. Guðbjörg Anna Bergsdóttir lögfræðingur og bóndi, Höfn í Hornafirði
14. Magnús Kjartansson hljómlistarmaður, Grímsnesi
15. Guðbjörg Rut Þórisdóttir deildarstjóri, Reykjanesbæ
16. Ingimundur Bergmann formaður Félags kjúklingabænda, Flóahreppi
17. Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágr., Reykjanesbæ
18. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag Íslands, Árborg
19. Karl Steinar Guðnason fyrrverandi alþingismaður, Reykjanesbæ
20. Margrét Frímannsdóttir fyrrverandi alþingismaður, Kópavogi

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.